Birt­u­stund­um myndi fækka um 130 á ári

Birt­u­stund­um á vöku­tíma mun fækka til muna verði klukk­unni seinkað ...
Birt­u­stund­um á vöku­tíma mun fækka til muna verði klukk­unni seinkað um klukku­stund, líkt og nú er til skoðunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birt­u­stund­um á vöku­tíma, milli 07 og 23, í Reykja­vík myndi fækka um 131 á ári ef klukk­unni yrði seinkað um eina stund. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í um­sögn dr. Þórðar Ara­son­ar jarðeðlis­fræðings við til­lögu þess efn­is.

Skýrist það af því að stór­an hluta árs­ins er sól ris­in löngu áður en fólk fer á fæt­ur, og þá mánuði gagnaðist það fáum að fá hana klukku­stund fyrr á loft. Fólk vakn­ar hvort eð er í birtu. Á sama tíma tapaðist engu að síður ein klukku­stund af kvöld­birtu, þar sem sól­in sett­ist klukku­stund fyrr síðdegis meðan fólk vak­ir enn. 

Þannig væru sól­ar­stund­ir færðar frá vöku­tíma og yfir á þann tíma, snemma á morgn­ana, sem flest fólk sef­ur. Breyt­ing­in myndi einnig skila sér í kald­ara kvöld­veðri, en ef hita­töl­ur síðustu 20 ára eru skoðaðar sést að á milli klukk­an 19 og 20 á kvöld­in lækk­ar hiti að meðaltali um hálfa gráðu á sumr­in, og eina gráðu á vor­in og haust­in.  

Stuðnings­mönn­um klukku­breyt­inga er tíðrætt um mik­il­vægi þess að vakna í birtu. Vegna þess hve mikl­ar árstíðarsveifl­ur eru á sól­ar­upp­rás og sól­setri, eins og þekkt er, myndi færsla á klukk­unni þó duga skammt til að tryggja að vaknað sé í birtu. Í Reykja­vík fær­ist sól­ar­upp­rás og sól­set­ur að jafnaði um þrjár mín­út­ur á dag í hvora átt. Væri klukk­an færð aft­ur um klukku­stund myndi þeim dög­um sem vaknað er í birtu því aðeins fjölga um u.þ.b. 20 á haust­in og 20 á vor­in.

Eins og sést á grafinu kemur sólin upp fyrir klukkan ...
Eins og sést á grafinu kemur sólin upp fyrir klukkan 7 stóran hluta ársins, eða frá mars og fram í september. Þann hluta ársins gagnast fáum að fá sólina fyrr á loft. mbl.is/Alexander

Nú­ver­andi still­ing ekki svo óvenju­leg 

Klukk­an á Íslandi er nú stillt miðað við heims­tíma (Uni­versal Coord­ina­ted Time, UTC). Í grein Þórðar er bent á að nokkuð hagræði felst í því fyr­ir Íslend­inga enda sé heims­tím­inn jafn­an notaður í alþjóðasam­skipt­um. Þannig er heims­tím­inn notaður í flugi, við veður­at­hug­an­ir, jarðvís­inda­mæl­ing­ar, stjörnu­at­hug­an­ir og í Alþjóðlegu geim­stöðinni.

Því hef­ur verið haldið fram að still­ing klukk­unn­ar á Íslandi skeri sig mjög úr þegar litið er á heimskortið. Upp­haf­lega voru tíma­belt­in miðuð við að sól væri hæst á lofti á milli 11:30 og 12:30 (þ.e. klukk­an 12 í miðju belt­inu), en í Reykja­vík er sól hæst á lofti um klukk­an 13:30.

Mynd­in sýn­ir mun á sól­ar­tíma og raun­veru­leg­um staðar­tíma á vet­urna. ...
Mynd­in sýn­ir mun á sól­ar­tíma og raun­veru­leg­um staðar­tíma á vet­urna. Mörg ríki heims­ins flýta klukk­unni síðan um klukku­stund á sumr­in.

Eins og sjá má af kort­inu að ofan víkja þó fjöl­mörg ríki heims frá belta­tím­an­um, og jafn­an í átt að flýttri klukku, líkt og á Íslandi. Þessu til viðbót­ar not­ast flest ná­granna­ríki Íslands við sum­ar­tíma meiri­hluta árs­ins (30 eða 31 viku á ári) og er klukk­an þá einni stund fljót­ari en mynd­in seg­ir til um.

Má ætla að sú til­hög­un komi til af viðleitni manna til að há­marka fjölda birt­u­stunda í vöku, en það er gert með því að hafa sól­ina hæst á lofti sem næst miðjum vöku­tíma fólks (sem jafn­an er tölu­vert seinna en klukk­an 12). 

Var­an­leg­ur sum­ar­tími víða til umræðu

Evr­ópu­sam­bandið und­ir­býr nú að leggja af sum­ar- og vetr­ar­tíma, og þykir lík­legt að klukk­an verði þá var­an­lega stillt á sum­ar­tíma, rétt eins og ákveðið var hér á landi árið 1969 þegar sum­ar- og vetr­ar­tími voru aflagðir og ákveðið að miða við sum­ar­tím­ann, UTC, all­an árs­ins hring.

Meirihluta ársins, þegar sumartími er í notkun, er klukkan á ...
Meirihluta ársins, þegar sumartími er í notkun, er klukkan á Íslandi í góðu samræmi við önnur lönd í álfunni. Svo gæti farið að núverandi sumartími verði tekinn upp allan ársins hring í ESB. mbl.is/Kort

Þá hef­ur sú hug­mynd einnig komið til tals vest­an­hafs og lýsti Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti því yfir á Twitter í gær að hann væri hlynnt­ur, eða setti sig í það minnsta ekki á móti, því að Banda­rík­in geri slíkt hið sama.

Ljóst er því að hug­mynd­ir um að seinka klukk­unni hér­lend­is ganga að ein­hverju leyti gegn ríkj­andi straum­um beggja vegna Atlantsála. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjast á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »

Viðbúin ef meiriháttar röskun verður

15:44 Hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga fjármálaáætlun sína til baka og hvort hún hefði búið sig undir ólíkar sviðsmyndir vegna erfiðleika WOW air var tilefni fyrirspurnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Meira »

Húsráðandinn „var sakleysið uppmálað“

15:43 Tveir innbrotsþjófar voru handteknir í Kópavogi á laugardag eftir að tilkynnt var um innbrot í nýbyggingu í bænum. Á vettvangi og í nágrenni hans var ekki á miklu að byggja og þjófarnir hvergi sjáanlegir, en þó mátti sjá einhver skóför og hjólför að auki. Það var þó nóg til þess að lögreglumenn komust á sporið. Meira »

Geta fengið flugmiða endurgreidda

15:19 Handhafar Visa- og MasterCard-greiðslukorta sem keypt hafa flugmiða hjá gjaldþrota flugfélagi geta átt endurkröfurétt. Korthafar þurfa að gera skriflega athugasemd við færslu á vefsíðu útgáfubanka kortsins, eða á vefsíðu Valitors. Meira »

Funduðu með forsætisráðherra

15:08 Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hér á landi funduðu í dag með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu. Á fundinum var farið yfir kröfurnar sem liggja að baki verkfallinu sem eru fyrst og fremst auknar og metnaðarfyllri aðgerðir strax og aukin fjárútlát til loftslagsmála. Meira »

Fundinum slitið vegna WOW air

14:36 „Við erum búin að vera að óska eftir því að Samtök atvinnulífsins leggi fram tölur varðandi launaliðinn svo við getum fikrað okkur áfram. Það kom fram hjá SA á föstudaginn að þeir treysti sér ekki til þess á meðan þessi óvissa er uppi hjá WOW air.“ Meira »

Fái hvorki að rukka vexti né kostnað

14:23 Geri lánveitandi smáláns kröfu á lántaka um kostnað umfram lögboðið hámark ættu lög að banna honum að rukka bæði vexti og kostnað af láninu. Þetta er skoðun starfshóps um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja, sem telur þetta leið til að fá smálánafyrirtæki til að fylgja íslenskum lögum. Meira »

Gat ekki skannað flugmiðann

14:00 Erlendar fréttaveitur hafa fylgst með gangi mála hjá flugfélaginu WOW Air, sem reynir nú að endurskipuleggja rekstur sinn. Flugfarþegar segja farir sínar ekki sléttar á samfélagsmiðlum. Meira »

Sér um að breyta flugskýlinu

13:52 Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samið við bandaríska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher Inc., sem er með höfuðstöðvar í borginni Miami í Flórída-ríki, um að sjá um breytingar á flugskýli á varnarsvæðinu sem áður hýsti P-3 Orion kafbátaleitarvélar bandaríska sjóhersins. Meira »

Hefja rannsókn á Viking Sky

13:45 Lögreglan í Raumsdal í Noregi hefur ákveðið að hefja rannsókn vegna hættuástands sem skapaðist þegar skemmtiferðaskipið Viking Sky varð vélvana á laugardag. Hins vegar er ekki grunur um glæpsamlegt athæfi í tengslum við tilvikið, að því er fram kemur í umfjöllun norska ríkisútvarpsins NRK. Meira »

Ekki greinst nein ný mislingatilfelli

13:41 Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi frá 20. mars, að því er fram kemur í frétt á vef Landlæknisembættisins. Heildarfjöldi staðfestra til­fella er sex og eitt vafa­til­felli. Enn eru þó að greinast einstaklingar með væg einkenni eftir bólusetningu. Meira »

Endurgreiðsla flugmiða ekki sjálfgefin

13:26 Fari flugfélag í gjaldþrot geta kaupendur farmiða snúið sér til greiðslukortafyrirtækisins sem tók við greiðslunni og óskað endurgreiðslu. Gangi sú leið ekki mun farmiðinn mynda kröfu í þrotabú félagsins. Meira »

Greiðslumiðlun komin í eðlilegt horf

13:24 Búið er að laga bilun í kerfum Reiknistofu bankanna, sem greint var frá fyrir hádegi, og á greiðslumiðlun að vera komin í eðlilegt horf. Áfram verður fylgst grannt með gangi mála. Meira »

Glæpagengi rændi starfsmann RÚV

12:55 Óprúttnir náungar réðust að Vilhjálmi Siggeirssyni, myndatökumanni RÚV, við Stade de France í gærkvöld þar sem hann var að störfum vegna landsleiks Frakklands og Íslands sem fram fer í kvöld. Meira »

Réttlætir ekki skattfé í áhætturekstur

12:10 „Ég hef haft miklar áhyggjur af þessu lengi, svo ég get ekki sagt að ég hafi auknar áhyggjur í sjálfu sér,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við mbl.is um óvissustöðuna í tengslum við WOW Air. Meira »

Mörgum spurningum enn ósvarað

11:50 „Í fyrsta lagi talar ráðherrann um það að það þurfi þessa fjárheimild til þess að greiða rétt fram í tímann og síðan til þess að leiðrétta aftur í tímann, en fjármálaráðherra hefur sagt í ræðustól Alþingis að þetta stoppi ekki á fjárheimildum,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar. Meira »

Bilun hjá Reiknistofu bankanna

11:49 Bilun kom upp í morgun í kerfum hjá Reiknistofu bankanna sem gerir það að verkum að færslur birtast ekki á reikningsyfirlitum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka. Staða reikninga í netbönkum, öppum og hraðbönkum er engu að síður rétt. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Frá Kattholti
Munið að með því að gerast félagar í Kattavinafélagi Íslands styðið þið við star...