Svefnvandi meira en klukka

Með fækkun bjartra stunda að afloknum skóla- og vinnudegi má ...
Með fækkun bjartra stunda að afloknum skóla- og vinnudegi má til dæmis telja líklegt að hreyfing ungmenna minnki. Getty Images

Tryggvi Helgason barnalæknir segir að ekki sé annað að heyra af umræðunni en að svefnvandi unglinga væri auðleyst mál með klukkubreytingu og í raun val um hvort við fræddum þjóðina um mikilvægi svefnsins eða bara einfaldlega breyttum klukkunni og þá væri sá vandi úr sögunni.

Tryggvi fjallar um tilfærslu á klukkunni í grein í Læknablaðinu. Hann segir að það þurfi ekki að koma á óvart þar sem hér er ýmist of lengi dimmt eða albjart marga mánuði á ári.

Einhliða framsetning starfshóps ráðherra

„Nýlega skipaði ráðherra starfshóp um þetta málefni og var skýrsla starfshópsins góð og ítarleg um kosti breyttrar klukku. Hins vegar var mjög lítið fjallað um neikvæð áhrif breytingarinnar og var þar til dæmis enginn fulltrúi frá íþróttahreyfingunni sem hefur ítrekað gert athugasemdir við fyrri frumvörp er varða breytingu á klukkunni.

Framsetning starfshóps ráðherra var einhliða og mikið gert úr kostum klukkubreytingar en lítið úr göllum. Dæmi um þetta er yfirlitstafla þar sem bornir eru saman kostir og gallar valkostanna sem nefndin leggur fram. Sú leið sem nefndin leggur til er sett fram á litríkum grunni en hinar leiðirnar í gráu. Þar er talað um að klukkubreyting geti lagað of stuttan svefn og í mörgum atriðum hvaða breytingar gætu orðið ef svefn þjóðarinnar lengist. Hins vegar er aðeins nefnt í einu atriði að minna dagsljós gæti minnkað hreyfingu en ekkert um hvaða afleiðingar það hefur.

Með fækkun bjartra stunda að afloknum skóla- og vinnudegi má til dæmis telja líklegt að hreyfing ungmenna minnki. Hún er nú þegar í harðri samkeppni við aðra afþreyingu en engin áhersla var á þetta atriði í skýrslunni og ekki heldur í umfjöllun fjölmiðla. Þó eru til rannsóknir sem benda til slíkra áhrifa. Má nefna samantektarrannsókn úr stórum gagnagrunni hreyfimæla í 9 löndum þar sem niðurstaðan er að aukin dagsbirta í formi sumartíma sé líkleg til að auka hreyfingu ungmenna og nýlega innlenda rannsókn, sem skýrsluhöfundar áðurnefnds starfshóps vitnuðu til varðandi svefninn, þar sem tengsl fundust milli dagsbirtu og hreyfingar unglinga hér á landi, sérstaklega stúlkna,“ segir í grein Tryggva. 

Upplýsingar sem byggja á vísindalegum rannsóknum eiga undir högg að sækja

Það sem svo gerist í kjölfarið er að þessi einhliða framsetning litar fjölmiðlaumræðuna, segir hann. „Að það væri bara fínt að leysa of stuttan svefn hjá heilli þjóð svona. Fulltrúarnir í ráðgjafahópi ráðherra hafa sýnt með sínum fyrri skrifum að þeir gera sér grein fyrir að of stuttur svefn er flóknara vandamál en svo, en fjölmiðlaumræðan var á þennan veg,“ skrifar Tryggvi í Læknablaðið.

„Í góðu og opnu samfélagi sem breytist jafn hratt og okkar, þar sem upplýsingar berast hratt á milli manna, eiga upplýsingar sem byggjast á vísindalegum rannsóknum undir högg að sækja. Þær verða til á lengri tíma og erfitt getur verið að láta þær berast þangað sem þörf er á. Læknablaðið hefur að undanförnu blandað sér í vísindalega umræðu um ýmis mál í samfélaginu og er það vel. Þannig getur gagnrýnið vísindarit átt þátt í að efla vísindalega umræðu um þær breytingar sem gera þarf til að bæta samfélagið okkar enn frekar.

Á hvorn veginn sem ákvörðunin fellur er mikilvægt að fylgst verði með afleiðingunum og að yfirvöld setji sér mælikvarða á hvort sá árangur næst sem að er stefnt. Ekki er síður mikilvægt að mæla hverju er kostað til að sá árangur náist. Annars erum við meira í skollaleik þar sem samfélagið er með bundið fyrir augun. Best er þegar vísindin og samfélagið eru í markvissum eltingarleik og skiptast á að ver'ann þegar annað nær að klukka hitt,“ segir í grein Tryggva Helgasonar en hana er hægt að lesa í heild hér.

Aðeins er nefnt eitt dæmi um að minna dagsljós gæti ...
Aðeins er nefnt eitt dæmi um að minna dagsljós gæti minnkað hreyfingu en ekkert um hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. AFP
mbl.is

Innlent »

Húsasmiðjan opnar líklega á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Einstakt vortilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...