Neitar að hafa ráðist á Stefán Loga

mbl.is/ÞÖK

Karlmaður á fertugsaldri sem er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í maí í fyrra neitaði sök við þingfestingu málsins í morgun. 

Verjandi mannsins óskaði eftir að fá að skila greinargerð og verður næsta fyrirtaka í málinu 12. janúar nk. Gert er ráð fyrir því að þá verði ákveðið hvenær aðlameðferð málsins fari fram.

Árásin átti sér stað föstudaginn 17. maí 2013 í Ystaseli í Reykjavík. Stefán Logi hlaut veru­lega áverka og kref­ur ákærða, sem er 37 ára gamall, um 5 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur og 2 millj­ón­ir vegna tann­lækna­kostnaðar.

Í ákæru ríkissaksóknara seg­ir að maður­inn hafi veist með of­beldi að Stefáni Loga, slegið og sparkað ít­rekað í höfuð hans og lík­ama, m.a. með hafna­bolta­kylfu, hnúa­járni og arm­bandsúri sem hann beitti sem hnúa­járni. Maður­inn veitti Stefáni Loga högg­in og spörk­in er Stefán Logi stóð og einnig er hann lá á jörðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert