Skar upp án leyfis

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Virtur skurðlæknir við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi hefur framkvæmt þrjár tilraunakenndar líffæraígræðslur án þess að samþykki heilbrigðisyfirvalda liggi fyrir, þar af eina á þar af eina á Erítreumanni, sem er búsettur á Íslandi og í námi við Háskóla Íslands. Að því er fram kemur í frétt SVT um málið eru tveir sjúklinganna látnir og sá þriðji er enn undir gjörgæslu allan sólarhringinn, þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá aðgerðinni.

Aðgerðirnar, sem framkvæmdar voru á árunum 2011 og 2012, hafa verið tilkynntar til yfirstjórnar Karolinska sem og sænska heilbrigðiseftirlitsins.

Mennirnir látnir en konan lifir

Námsmaðurinn sem um ræðir var 36 ára þegar hann flaug til Stokkhólms árið 2011 til þess að vera skorinn upp af ítalska lækninum Paolo Macchiarini. Maðurinn mun hafa verið með stórt æxli við barkann sem myndi leiða til köfnunar yrði ekkert að gert. Macchiarini og teymi hans vann að gerð gervibarka sem meðhöndlaður hafði verið með stofnfrumum. Hluti hins skemmda öndunarvegar var fjarlægður og skipt út fyrir eins konar rör. Sjúklingurinn vaknaði sjálfur, 24 tímum eftir aðgerðina og gat andað sjálfur, án aðstoðar öndunarvélar, fimm dögum eftir aðgerðina.

Haustið 2013 versnaði þó ástand sjúklingsins að nýju og samkvæmt SVT lést hann í janúar á síðasta ári. Teymið á bakvið ígræðsluna segir ígræðsluna þó ekki hafa verið dánarorsök mannsins.

Þrítugur bandarískur karlmaður og 26 ára tyrknesk kona gengust einnig undir samskonar aðgerðir. Karlmaðurinn dó rúmum fjórum mánuðum eftir aðgerðina. Konan er enn á lífi, en þarf enn að vera undir stöðugu eftirliti lækna, þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá aðgerðinni.

Sóttu ekki um leyfi siðanefndar

Þegar nýjar og óreyndar aðgerðir eru gerðar á fólki þurfa læknar að hafa hugann við fagleg vinnubrögð siðferðislega séð. Til þess að mega birta niðurstöður rannsókna tengdum slíkum aðgerðum þurfa læknar í Svíþjóð að hafa fengið leyfi fyrir aðgerðunum frá sérstakri siðanefnd sænska heilbrigðiseftirlitsins. Meðal annars metur nefndin þá nýju þekkingu sem gæti skapast út frá þeirri áhættu sem felst í aðgerðunum fyrir sjúklingana.

Macchiarini og teymi hans birti rannsókn og lýsingar á gervibarka-aðgerðunum í hinu virta fagriti The Lancet, þrátt fyrir að hafa aldrei fengið tilskilin leyfi frá siðanefndinni eða einu sinni sótt um þau.

Formaður siðanefndarinnar, Eva Lind Sheet segir ljóst að regluverkið hafi brugðist í þessu tilfelli.

Í svari við fyrirspurn SVT segja forsvarsmenn Karolinska að ígræðslurnar hafi verið gerðar til þess að reyna að bjarga lífi sjúklinganna og að ekki hafi verið litið á þær sem rannsóknir. Því trúi sjúkrahúsið að ekki hafi verið þörf á leyfi siðanefndarinnar. Málið er þó enn til rannsóknar hjá heilbrigðisyfirvöldum.

Ofurskurðlæknirinn

Læknirinn Paolo Macchiarini er gjarnan kallaður ofurskurðlæknirinn, samkvæmt frétt SVT. Hann var fenginn sérstaklega til Karolinska til þess að þróa gervilíffæri. Hann er sagður frumkvöðull í rannsóknum á stofnfrumum og öðlaðist frægð um allan heim fyrir að framkvæma svipaða aðgerð fyrir framan myndavélar í Bandaríkjunum, á tveggja ára stúlku frá Suður-Kóreu árið 2013. Stúlkan lést tveimur mánuðum eftir aðgerðina. Þrátt fyrir dauðsföllin og skort á leyfi siðanefndar virðast læknar þó sammála um að gervibarkinn virki, jafnvel í tilfelli stúlkubarnsins.

Uppfært 18:30
Upprunalega stóð að námsmaðurinn sem fjallað er um hafi verið Íslendingur en hann mun hafa verið Erítreumaður, búsettur á Íslandi og í námi við Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Töluvert um hálkuslys

17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »

Tekinn á 151 km/klst

15:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði um helgina 101 ökumann fyrir of hraðan akstri. Sá sem ók hraðast var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð það sem af er þessu ári 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs. Meira »

Taka ekki til kynjasjónarmiða

15:20 Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum. Meira »

Arnaldur skipaður héraðsdómari

16:10 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Meira »

Lögreglan vill fá Sunnu heim

15:44 „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Útsala
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...