Fundi vegna alvarlegra mála

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. .
Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. . mbl.is/Ómar Óskarsson

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem á sæti í velferðarnefnd Alþingis hefur óskað eftir að nefndin komi saman til aukafundar þar sem rædd verði þau alvarlegu mál sem komið hafa upp í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðra.

Elsa Lára óskar eftir því að fá fulltrúa úr borgarstjórn Reykjavíkur á fundinn, aðila frá Þroskahjálp, Öryrkjabandalaginu og annarra hluteigandi aðila á fundinn. „Það er full erindi að mínu mati að ræða þá alvarlegu stöðu sem er komin upp,“ segir í tölvupósti sem hún sendi til formanns nefndarinnar og annarra nefndarmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert