Stúlkan sem sat ein í bílnum

Ólöf svarar nafninu Lóa.
Ólöf svarar nafninu Lóa.

Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka og íbúi í Reykjavík, var sótt í skólann um hádegibil í dag, miðvikudag, af bílstjóra á vegum ferðaþjónustu fatlaðra. Því næst var henni ekið að Hinu húsinu í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún átti að dvelja næstu klukkustundir.

Hins vegar skilaði hún sér ekki inn í húsnæðið heldur sat hún í bifreiðinni þegar henni var ekið af stað aftur. Um sjö klukkustundum síðar fannst hún í læstri bifreiðinni, enn spennt í belti. Hér á eftir fara þær upplýsingar sem liggja fyrir um málið núna:

Þroskaskert og getur lítið tjá sig

Það var klukkan sjö í kvöld, miðvikudagskvöld, sem tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjölmiðlum. Þar kom fram að leitað væri að Ólöfu Þorbjörgu sem er þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Síðast hafði sést til hennar í Pósthússstræti 3 – 5 við Hitt húsið um kl. 13.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út og beindist leitin fyrst og fremst að miðbæ Reykjavíkur. Í tilkynningu sem barst frá Landsbjörgu kl. 19.14 kom fram að Ólöfu hefði verið ekið frá skóla að Hinu húsinu en kl. 16 í dag hefði uppgötvast að hún var ekki þar sem hún átti að vera.

Þegar klukkan var sex mínútur gengin í níu kvöld barst tilkynning frá lögreglu um að Ólöf Þorbjörg væri fundin heil á húfi og leit hefði verið afturkölluð.

Taldi sig hafa séð á eftir stúlkunni

mbl.is ræddi við Valgarð Valgarðsson aðalvarðstjóra í kjölfar ábendingar um að stúlkan hefði fundist í læstri bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra. Sagði hann að talið væri að Ólöf hefði verið í bílnum frá kl. 13 í dag, eða í um sjö klukkustundir.

Valgarður sagði einnig að bílstjórinn teldi sig hafa séð á eftir stúlkunni fara út úr bílnum. Valgarður kvaðst ekki vita hvenær bílnum var lagt eða hvort fleirum hefði verið ekið með bílnum eftir að Ólöf átti að fara með honum en ekki væri um stóran bíl að ræða. Þá sagðist Valgarður ekki hafa upplýsingar um hvort Ólöf hafi setið eða legið í sætinu er hún fannst.

Að sögn Valgarðs var ákveðið að leita í bílnum eftir að leit að Ólöfu hófst og farið var að skoða alla möguleika.

Gagnrýnir starfsfólk Hins hússins

mbl.is ræddi einnig við Sigtrygg Magnússon, framkvæmdastjóra All Iceland Tours, sem ekur fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. Að sögn hans var það bílstjóri á vegum fyrirtækisins sem ók Ólöfu Þorbjörgu frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla að Hinu húsinu í dag. Venjulega ekur hann sjálfur en annar bílstjóri ók fyrir hann í dag vegna anna. Þess má  geta að samkvæmt heimildum mbl.is vantaði tólf bílstjóra í akstursþjónustuna í dag.

Sigtryggur segir bílstjórann hafa sótt átta ungmenni í FÁ á bifreið sem rúmar 16 farþega. Fara þurfti með hópinn í tveimur ferðum inn í Hitt húsið þar sem lyftan tekur aðeins fjóra í einu. Ólöf átti að fara með seinni hópnum og hafi því sannarlega farið út úr bílnum en hlaupið inn í hann aftur og líklega falið sig á bak við öftustu sætin í bifreiðinni, að hans sögn.

Eftir að bílstjórinn fór frá Hinu húsinu ók hann með fjölda fólks en varð ekki var við Ólöfu. Að lokum lagði hann bílnum fyrir utan heimili sitt og fannst Ólöfu ekki fyrr en honum barst símtal um leitina og hann athugaði bílinn.

Sigtryggur gagnrýnir starfsfólk Hins hússins fyrir að hafa ekki aðstoðað bílstjórann en sjálfur hafi hann margoft hringt og beðið um aðstoð. Þá hafi hann verið búinn að láta vita að Ólöf ætti það til að hlaupa í burtu.

mbl.is hefur ítrekað reynt að ná sambandi við forstöðumann Hins hússins til að leita viðbragða við málinu en án árangurs. Upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar kvaðst ekki geta veitt upplýsingar um málið.

Ekki hefur því komið fram af hverju starfsfólk Hins hússins tók ekki eftir því að Ólöf Þorbjörg skilaði sér ekki í húsið í dag. 

Segir dóttur sína ekki kunna að losa belti

mbl.is ræddi við Pétur Gunnarsson, föður Ólafar í kvöld og sagði hann lýsingar Sigtryggs á atburðarás dagsins ekki standast skoðun. Meðal annars gæti ekki staðist að Ólöf hefði farið út úr bílnum og hlaupið upp í hann aftur, líkt og Sigtryggur sagði. Ólöf kann ekki og hefur aldrei losað sig úr öryggisbelti. Þá getur hún heldur ekki spennt öryggisbelti sjálf. 

Að sögn Péturs hófst leit að Ólöfu um kl. 17, þegar hún skilaði sér ekki heim, en hún átti að dvelja í Hinu hús­inu frá 13-16. Pét­ur seg­ir ferðaþjón­ust­una mis­lengi að skila krökk­un­um af sér, það velti á um­ferðarþunga, en kl. 17 hafi fjöl­skylda henn­ar farið að undr­ast um hana.

Um það leyti var haft sam­tal við bíl­stjór­ann, að sögn Pét­urs, en hann full­yrti að Ólöf hefði farið út við Hitt húsið. Pét­ur seg­ir að þrátt fyr­ir að leit stæði yfir, hefði bíl­stjór­inn ekki farið út í bíl að kanna málið, fyrr en lög­regla mætti heim til hans skömmu fyr­ir klukk­an 20. Þá hafi Ólöf verið búin að sitja í bif­reiðinni fyr­ir utan heim­ili hans í myrkri og kulda í nærri þrjá tíma.

Pét­ur seg­ir enn frem­ur að það stand­ist ekki sem Sigrygg­ur seg­ir, að dótt­ir hans hafi átt það til að hlaupa burt. All­ir sem þekki Lóu, eins og hún er kölluð, viti að hún hlaupi aldrei burt. „Aldrei,“ ít­rek­ar hann.

Báðu stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar

Strætó bs. sendi frá sér tilkynningu rétt eftir klukkan tíu í kvöld og var Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu fyrirtækisins skráður fyrir tilkynningunni. Þar sagði meðal annars að hörmulegt atvik hefði átt sér stað, starfsfólk Strætó harmi það meira en orð geti lýst og var stúlkan og fjölskylda hennar beðin afsökunar. Málið er til rannsóknar.

mbl.is hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Smára í kvöld en án árangurs. 

Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, óskaði í kvöld, miðvikudagskvöld, eftir aukafundi í velferðarnefnd Alþingis vegna þeirra alvarlegra mála sem komið hafa upp í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðra.

Á Facebook-síðu Halldórs Halldórssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kemur fram að málið verði rætt í borgarráði á morgun að beiðni fulltrúa flokksins. 

Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir á Facebook að hún hafi óskað eftir því að borgarstjórinn í Reykjavík komi á hennar fund vegna málsins.

Ferðaþjónusta fatlaðra var endurskipulögð um áramótin.
Ferðaþjónusta fatlaðra var endurskipulögð um áramótin. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Hitt húsið er staðsett í Pósthússtræti 3-5.
Hitt húsið er staðsett í Pósthússtræti 3-5.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Námutrukkar á ferð um Vestfjarðagöng

14:49 Þrír námutrukkar sem notaðir verða við gerð Dýrafjarðarganga verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verða göngin af þessum sökum lokuð í einhvern tíma vegna flutninganna. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

14:43 „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »

Eyþór svarar Degi

14:30 Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að öfugt við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, haldi fram þá muni uppbygging í landi Keldna létta á umferð þar sem fólk geti þá sótt vinnu í auknum mæli í austurhluta borgarinanr í stað þess að vera stopp í umferð í Ártúnsbrekkunni. Meira »

Kokkur á flakki

14:00 Ólafur Örn Ólafsson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður, frumsýnir fimm þátta röð um kokka í útlöndum á Sjónvarpi Símans á morgun. Meira »

750-800 ný leikskólapláss á næstu árum

13:27 Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. Meira »

„Góðan dag, ég heiti Jin Zhijian“

13:13 Jin Zhijian, nýr sendiherra Kína hér á landi, stundaði nám í íslensku við HÍ á seinni hluta níunda áratugarins. Hann flutti af landinu árið 1991 en kom aftur fyrir skömmu og tók við embættinu. Íslenskukunnáttan er ennþá góð en hann segir margt hafa breyst á þessum tíma, einangrunin sé mun minni. Meira »

Gurrí kveður niður garðyrkjumýtur

12:56 Guðríður Helgadóttir eða Gurrí garðyrkjufræðingur kom með fangið fullt af heimaræktuðum tómötum í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar, þáttastjórnendum til mikillar gleði. Meira »

2,8 milljarðar til ferðamannastaða

13:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynntu í dag um úthlutun á ríflega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á ferðamannastöðum. Meira »

Orkumál Íslands ekki mál ESB

12:46 „Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“ Meira »

Hættur leynast í lokuðum rýmum á háhitasvæði

12:36 „Það þarf að minna fólk á hætturnar sem felast í því að vinna í lokuðum rýmum á háhitasvæði. Það eru mörg svæði á landinu sem ferðamenn skoða og allir þurfa að vera meðvitaðir um mögulegar hættur,“ segir Kristinn Tómasson sviðsstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »

Svaraði rétt og vann utanlandsferð

12:29 Vinningurinn í hinni vikulegu spurningakeppni var ekki af verri endanum í dag en vinningshafinn Laufey Karlsdóttir vann sér inn flugferð fyrir tvo til Kanaríeyja í boði ferðaskrifstofunnar Vita. Meira »

Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un?

12:01 Hvað er lík­ams­skynj­un­ar­rösk­un? Ef þú viltu fræðast frekar geturðu horft og hlustað beint á erindi Andra Steinþórs Björns­sonar sál­fræðings sem fjall­ar um áhrif hugs­ana um eigið út­lit á líðan ung­menna hátíðarsal Há­skóla Íslands í dag kl. 12. Meira »

Íbúðaskipti eru góð sparnaðarleið

11:59 Snæfríður Ingadóttir hefur gaman af því að ferðast. Þar sem hún á stóra fjölskyldu sparar hún stórfé með því að fá skiptast á húsnæði við fólkið sem býr í þar sem hún er hverju sinni. Fólkið sem á íbúðina sem hún fær lánaða býr þá í hennar húsnæði hér á landi á meðan og allir spara. Meira »

Samskiptavandi getur orðið að einelti

11:52 Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Meira »

Laus úr haldi vegna hnífsárásar

11:23 Landsréttur felldi á þriðjudaginn úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa ætlað að stinga sambýliskonu og barnsmóður sína með hníf fyrir um tveimur vikum Meira »

Mál Hauks í algerum forgangi

11:56 Mál Hauks Hilmarssonar var sett í algeran forgang í utanríkisráðuneytinu eftir að formleg beiðni barst frá fjölskyldu hans 7. mars og hefur verið unnið að því í ráðuneytinu að reyna að varpa ljósi á málið síðan. Meira »

Ekki vitað hvernig þvottabjörninn barst til landsins

11:48 Matvælastofnun hefur sent þvottabjörn, sem fannst við Hafnir á Reykjanesi í byrjun vikunnar, í sýnatöku og krufningu til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Meira »

„Er eitthvað að óttast við faglegt mat?“

11:18 Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í morgun að ástæða væri til að fagna stefnubreytingu Sjálfstæðisflokksins í málum er varða Landspítalann. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort ríkisstjórnin væri einhuga í málinu. Meira »