Rafmagn fór af Flateyri

Frá Flateyri
Frá Flateyri mbl.is/Helgi Bjarnason

Rafmagn fór af Flateyri um hálf sjö leytið í morgun þegar nokkuð stórt snjóflóð fékk á Klofningslínu, skammt frá bænum. Náði flóðið alveg niður í sjó.

Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða var flóðið nokkuð stórt en samkvæmt upplýsingum frá íbúum á Flateyri féll það fyrir utan bæinn, ekki langt frá hesthúsunum.

Um klukkan hálf átta í morgun tókst að koma rafmagni aftur á Flateyri.

mbl.is