Tillagan róttæk og vanhugsuð

Dagur B. Eggertsson í pontu á borgarstjórnarfundi í dag.
Dagur B. Eggertsson í pontu á borgarstjórnarfundi í dag. Skjáskot af reykjavik.is

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telur tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að bólusetning verði skilyrði fyrir leikskólavist í borginni of róttæka og vanhugsaða. Segir hann jafnframt að hugsunin á bakvið tillöguna sé ekki hluti af samfélaginu eins og hann vilji hafa það.

Á borgarstjórnarfundi í dag hnykkti Dagur á því að hann væri talsmaður bólusetninga. „Ég tel aukaverkanir og áhættu sem þeim fylgja vera dvergsmáar miðað við ávinning einstaklings og samfélags sem nýtur góðs að því sem allra flestir séu bólusettir. Það er engin spurning í mínum huga að bólusetningar eins og þeim er still t upp hér á landi eru af hinu góða.“

Sagði hann þá leið að meina leikskólabörnum um skólavist séu þau ekki bólusett róttæka og ónauðsynlega.

„Í leikskólum sem eru fullir af bólusettum börnum eiga þau það sameiginlegt að þeim stafar engin hætta af óbólusettu barni því þau eru bólusett,“ sagði Dagur. Sagði hann jafnframt að það væri miklu frekar óbólusettu börnunum sem stafar hætta af smiti. „Það stafar engum hætta af óbólusettum nema að viðkomandi sé smitaður af tilteknum sjúkdómi.“

Bætti hann við að það væri ekki ráðlegt að setja óbólusetta saman í vistun eins og lagt er til í tillögu Sjálfstæðisflokksins. „Það endurspeglar það að tillagan sem augljóslega mínu mati sett af góðum hug en hún er ekki mjög mikið hugsuð eða unnin í samvinnu við þá sem meta þessi mál,“ sagði borgatstjóri.

Ítrekaði Dagur að hann væri þó ekki að halda því fram að það sé ómögulegt að alvarlegir smitsjúkdómar nái til Íslands. Nefndi hann mikilvægi þess að fara yfir umhverfið og umræðuna um hvernig að slíku skyldi staðið. Sagði hann að nýbúið væri að gera viðbragðsráætlun í borginni vegna heimsfaraldurs inflúensu. Í þeirri áætlun er gengið út frá viðmiðum og unnið með fagfólki og innviðum almannavarna.

Dagur lagði áherslu á að fyrst þyrfti að gera áhættumat, síðan huga að aðgerðum.

„Áður en borgarstjórn ætti að hugleiða það hvort hún samþykkti svona róttæka aðgerð væri algjört lágmark að láta gera áhættumat sem styddi þá nálgun sóttvarnarlaga sem ná utan um þennan málaflokk,“ sagði Dagur.

„Lögin bera með sér ná utan um hættu sem getur stafað af sjúkdómum en líka mannréttindum einstaklinga og hópa sem þurfa að vinna þegar aðgerðum er beitt.“

Las dagur upp úr svari sóttvarnarlæknis við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar borgarfulltrúa um bólusetningar. Þar kom fram að 2% foreldra í borginni kjósi að láta ekki bólusetja börn sín. Á fundinum í dag kom fram að það sé oftast gleymska eða trassaskapur sem veldur því að börn eru ekki bólusett. Í svarinu kemur fram að að mati sóttvarnarlæknis er vandinn hér á landi ekki jafn mikill og blásið hefur verið upp og að Íslendingar séu á svipuðu róli og nágrannaþjóðir þegar kemur að bólusetningum.

Fyrri frétt mbl.is:

Vilja að bólusetning verði skilyrði fyrir leikskólavist

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þyrlan í útkall á Lyngdalsheiði

18:16 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag eftir að smárúta valt á heiðinni. Lenti þyrlan við Landspítalann um sexleytið. Meira »

Gul viðvörun víða um land

16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á þingi Sósíalistaflokksins í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitarstjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls hafa 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...