Það þurfti ekki meira en eina teskeið

Grétar Bragi Bragason innbyrti þvottaduft fyrir tæpum 30 árum og ...
Grétar Bragi Bragason innbyrti þvottaduft fyrir tæpum 30 árum og hefur glímt við veikindi síðan þá. mbl.is/Árni Sæberg

Afleiðingarnar af því að innbyrða þvottaefni fyrir uppþvottavélar geta verið skelfilegar, eins og Grétar Bragi Bragason fékk að reyna fyrir hartnær 30 árum þegar hann var rúmlega eins árs og stakk upp í sig teskeiðarfylli af efninu. Vélinda hans brann, hann var veikur meira eða minna fyrstu 10-15 æviárin og hann hefur átt við margvíslegan heilsubrest að stríða sem ekki sér fyrir endann á. Herdís Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna segir að erlendis hafi börn látist eftir að hafa borðað þessi efni í óvitaskap, en í þeim eru ætandi efni sem eru skyld vítissóda. Hún segir smáar töflur og hylki með þessum efnum sérlega varasöm því þau séu gjarnan litrík og líkist girnilegum sætindum í augum ungra barna.

Neytendastofa tekur nú þátt í átaksverkefni á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD vegna þvottaefnahylkja í uppþvottavélar. Átakinu er ætlað að upplýsa neytendur, einkum foreldra ungra barna, um hvernig öruggast sé að geyma þvottaefnið og halda því frá börnum. Árlega er tilkynnt um 16.000 eitrunarslys vegna þvottataflna víða um heim, einkum á börnum, samkvæmt upplýsingum á vefsíðu átaksins.

Fljótandi efnið er hættulegast

„Það hafa t.d. orðið mörg mjög alvarleg slys í Bretlandi, m.a. dauðsföll,“ segir Herdís. Hún segir þvottaefni fyrir uppþvottavélar selt í þrenns konar formi: duft, töflur og fljótandi efni í litlum plastkoddum. Það síðastnefnda valdi einna mestum áhyggjum. „Þetta er smátt og oft skærlitt, ekki ósvipað sælgætismolum. Innihaldið er það sama, burtséð frá því í hvaða formi efnið er, en fljótandi efnið er hættulegast. Það skaðar strax en þarf ekki að leysast upp eins og duftið.“

Herdís segir að þvottaefni fyrir uppþvottavélar innihaldi m.a. ætandi efni skyld vítissóda sem skaði þann sem þau innbyrðir á tvenns konar hátt; þau bæði brenni og eitri. Hún nefnir dæmi um tvö íslensk börn sem brenndust í munni eftir að hafa innbyrt lítið magn, í öðru tilvikinu var um að ræða blautt uppleyst þvottaefni sem hafði ekki klárast við uppþvott, barnið potaði í það og sleikti síðan fingur sinn.

Bruni og eitrun

„Það er tvennt sem gerist; bruni og eitrun. Eitrið fer út í líkamann og hefur ýmis eitrunaráhrif sem geta haft ýmis áhrif á líkamsstarfsemina. Ef efnið fer ofan í maga verður bruni á vélinda og jafnvel maga ef efnið fer alla leið niður. Fljótandi efnin eru þess vegna sérstaklega hættuleg því að um leið og þau eru innbyrt byrjar bruninn,“ segir Herdís.

Hún segir að brýnt sé að vekja athygli á innihaldi þessara þvottaefna og hvetja foreldra til að sýna aðgát. Uppþvottavélar séu á flestum heimilum og þær séu oftast í þeirri hæð sem ung börn nái í. „Ég heyri á ungum foreldrum sem koma í fræðslu til mín að þeir gera sér ekki grein fyrir hvað þetta eru hættuleg efni.“

Hefur markað allt hans líf

Grétar Bragi verður 31 árs í sumar, hann er í byggingatæknifræðinámi við Háskólann í Reykjavík og er nýlega trúlofaður. Þessa dagana er hann á „kafi í próflestri og verkefnaskilum“ eins og hann orðar það. Ekkert ósvipað daglegu lífi margra á hans aldri.

En líf Grétars hefur verið allt annað en hefðbundið því afleiðingar slyssins hafa haft margvísleg áhrif. „Ég þekki ekkert annað en þessi veikindi, þetta hefur markað allt mitt líf,“ segir Grétar.

„Eitt árið var ég um 75% frá námi í grunnskóla og ég náði ekki að nærast nema með slöngu þangað til fyrir um 18 árum. Meltingarkerfið náði ekki að vinna, það var allt ónýtt. Eftir öll þessi inngrip fékk ég svo fæðuofnæmi og fæðuóþol. Ég er með bráðaofnæmi fyrir latexi vegna latexhanska og annarra efna sem voru notuð í aðgerðum, líka með svokallað krossofnæmi og má ekki borða hnetur, kíví og banana. Þetta leiddi af aðgerðunum og veikindunum.“

Gerir það besta úr aðstæðum

Grétar hefur ekki þurft að fara í stórar aðgerðir undanfarin sex ár, en er ennþá undir læknishendi því hann á enn í erfiðleikum með að nærast. Nú er hann í rannsóknum þar sem verið er að leita leiða til að hann geti nærst betur.

„Auðvitað hefur þetta reynt á og oft verið reynsla sem ég hefði viljað vera án. En ég var svo lítill þegar þetta gerðist og man ekkert eftir mér fyrir þennan tíma. Ég hef bara þurft að lifa þessu lífi og gera það besta úr því.“

Fagleg ráðgjöf er lykilatriði

Átak OECD er framtaksverkefni alþjóðasamtaka þvottaefnaiðnaðarins. Á vefsíðu átaksins, www.keepcapsfromkids.eu, má m.a. finna öryggisábendingar og leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við leiki grunur á að barn hafi innbyrt þvottaefni fyrir uppþvottavélar. Herdís segir að alls ekki eigi að framkalla uppköst við slíkar aðstæður. Efnið hafi þegar farið í gegnum vélindað og í maga og sé því kastað upp fari efnið aftur upp og þá verði tvöfaldur bruni sem geti haft mikinn skaða í för með sér.

„Það er skynsamlegast að gera ekki nokkurn skapaðan hlut fyrr en búið er að ná í Neyðarlínuna og fá ráðleggingar um hvað á að gera eða bíða eftir sjúkrabíl ef málið er alvarlegt. Það verður að fá faglega ráðgjöf, það er algert lykilatriði,“ segir Herdís.

Þriðjudagurinn 13. ágúst 1985

„Ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Þetta var þriðjudagurinn 13. ágúst 1985. Við hjónin vorum í eldhúsinu að tala saman og Grétar lék sér á eldhúsgólfinu við hliðina á okkur. Hann opnaði skáp þar sem við geymdum þvottaefnið í uppþvottavélina. Í þvottaefniskassanum var teskeið með þvottaefni í sem Grétar náði í og stakk upp í sig,“ segir Margrét Svavarsdóttir, móðir Grétars Braga, sem var 14 mánaða gamall þegar þetta gerðist. Margrét og Bragi eiginmaður hennar sáu strax að drengurinn hafði brennst í munni og átti erfitt með að anda. Þau fóru umsvifalaust með hann á slysadeildina þar sem hann var í framhaldinu lagður inn á gjörgæslu.

Í ljós kom að vélindað og stór hluti maga Grétars höfðu orðið fyrir miklum skaða, þau höfðu brennst af ætandi efnum í þvottaefninu. Næstu árin tóku við læknismeðferðir, aðgerðir og sjúkrahúsdvöl innanlands og utan. Meðal annars var útbúið nýtt vélinda úr hluta af ristli Grétars, hann þurfti um skeið að hafa nokkurs konar tappa á maganum til að geta tekið við næringu, matur fór ítrekað ofan í lungu hans því barkalokan, sem lokar barkanum þegar kyngt er, brann, hann átti það til að fá lungnabólgu oft í mánuði og var meira og minna veikur fyrstu 10-15 ár ævinnar. „Það gerðist svo margt, hann var veikur á margan hátt,“ segir Margrét. „Hann hefur farið í 65 svæfingar og átta aðgerðir í Bandaríkjunum. Það bjargaði miklu hvað við eigum góða að og hvað hann og við fengum mikinn stuðning frá heilbrigðisstarfsfólkinu.“

Við megum ekki sofna á verðinum

Að sögn Margrétar voru lítt áberandi viðvörunarmerkingar á erlendum tungumálum á umbúðum þvottaefnisins sem Grétar innbyrti. Hún segir að eftir slysið hafi reglugerðum verið breytt á þann veg að merkingarnar skyldu vera á íslensku. Einnig voru þessi efni tekin úr neðstu hillum verslana.

Margrét segist aldrei losna við reiðina vegna þess sem gerðist. „Ég mun aldrei sætta mig við þetta. Ég held að ég losni aldrei við þá tilfinningu. Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum að ég fór að vinna í mínum eigin tilfinningum vegna þessa; sjálfsásökun og reiði. En það sem stendur eftir er að Grétar hefur unnið eins vel úr sínum málum og hægt er.“

Hún segist meira en fús til að leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á þeim skaða sem af þessum efnum getur hlotist. „Margir af minni kynslóð eru meðvitaðir um þetta, það var nokkuð fjallað um slys Grétars í fjölmiðlum á sínum tíma. En síðan eru liðin 30 ár, það eru komnir nýir ungbarnaforeldrar og við megum ekki sofna á verðinum. Það er svo mikið í húfi.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dæmdur fyrir að beita dóttur sína ofbeldi

13:24 Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að beita dóttur sína ofbeldi. Auk þess var manninum gert að greiða dóttur sinni 400.000 krónur í miskabætur. Meira »

Snýst „um mannréttindi“

13:23 „Meginatriðið er að þetta snýst fyrst og fremst um mannréttindi en ekki um íslensku. Ég hef aldrei séð nein rök fyrir því að aukið frelsi í þessu hafi neikvæð áhrif á íslenskuna,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, sem furðar sig á því að mannanafnafrumvarpið hafi verið fellt á Alþingi í nótt. Meira »

Samlokur fyrir örvhenta

12:28 Nýjar samlokur fyrir örvhenta eru komnar á markaðinn. Það er fyrirtækið „Jömm“ sem framleiðir samlokurnar en þar sem lítið er hugsað um sérþarfir örvhentar ákáðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þessu þyrfti að breyta. Samlokunum er pakkað með þeim hætti að einstaklega þægilegt er fyrir örvhenta að neyta þeirra. Meira »

Landsrýniskýrsla um heimsmarkmiðin birt

12:26 Sameinuðu þjóðirnar hafa birt skýrslu íslenskra stjórnvalda um innleiðingu heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun.  Meira »

Framhaldsskólar fá ekki skerðingu

12:12 Framlög til framhaldsskólastigsins hafa hækkað um tæpa fimm milljarða frá árinu 2017 til 2019, eða 15,8%. Sú hækkun mun haldast inni í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 þó að framlög hækki ekki eins og stóð til, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

„Við viljum verja velferðina“

11:59 „Við viljum verja velferðina og fjárfesta í framtíðinni, en ríkisstjórnarflokkarnir eru að gera hvorugt,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjármálaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Meira »

Nýir grænir skattar skili 2,5 milljörðum

11:53 Gert er ráð fyrir að nýir grænir skattar verði lagðir á almenna urðun sorps frá heimilum og fyrirtækum og gjald verði lagt á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, sem meðal annars er að finna í sumum kæliskápum. Áætlaðar tekjur nema 2,5 milljörðum króna árið 2021, þegar skattarnir verða komnir í gagnið. Meira »

Varað við töfum á umferð

11:53 Stefnt er að því að fræsa Nýbýlaveg í kvöld, um það bil 60 metra á báðum akreinum næst gatnamótum við Dalveg. Annarri akreininni verður lokað í einu og viðeigandi merkingar settar upp meðan á framkvæmd stendur. Meira »

Lögreglan með öryggisvakt í Stjórnarráðinu

11:36 Embætti ríkislögreglustjóra hefur auglýst þrjár stöður varðstjóra í nýrri deild sem mun annast öryggisgæslu en auglýsingin birtist í Lögbirtingarblaðinu á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri mun taka við öryggisvakt í húsnæði æðstu stjórnar ríkisins. Meira »

„Þarf að stoppa í velferðargötin“

11:26 Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til að útgjöld í fjármálaáætlun 2020 til 2024 verði hækkuð um 113 milljarða og tekjur auknar um 115 milljarða miðað við upphaflega tillögu ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í morgun. Meira »

Býður upp á umbúðalaust grænmeti og ávexti

11:25 SUPER1 hóf í dag sölu á umbúðalausu grænmeti og ávöxtum í verslun sinni að Faxafeni 14. Þetta er tilraunaverkefni og fyrirhugað er að umbreyta grænmetisborðum í öðrum verslunum á sama hátt ef vel gengur. Meira »

Hagnaður Odda 22,9 milljónir

11:20 Hagnaður fiskvinnslu- og útgerðarfélagsins Odda á Patreksfirði dróst verulega saman á síðasta uppgjörsári og nam 22,9 milljónum króna samanborið við 152,7 milljónir ári fyrr. Reikningsár fyrirtækisins stendur frá 1. september ár hvert og til loka ágústmánaðar næstkomandi árs. Meira »

Ferðalag mjaldranna í myndum

10:53 „Það eru allir glaðir og ánægðir og í það heila gekk þetta vonum framar,“ segir Sig­ur­jón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóra sérverkefnadeildar TVG-Zimsen, sem sá um flutning mjaldranna frá Keflavík til Vestmannaeyja í gær. Meira »

Helga landaði laxi með glæsibrag

09:45 Reykvíkingur ársins 2019 er Helga Steffensen, sem hefur skemmt yngstu kynslóðinni í 40 ár með Brúðubílnum, og hún fékk því fyrst allra að renna fyrir lax í Elliðaánum í morgun. Þrátt fyrir hæga byrjun á laxveiðisumrinu átti hún ekki í vandræðum með að krækja í fisk. Meira »

Skoða hvort Vigdís hafi lagt í einelti

09:16 Eineltis- og áreitnisteymi Ráðhúss Reykjavíkurborgar rannsakar kvartanir skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, vegna framgöngu Vigdísar Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borginni. Tæplega 100 blaðsíðna erindi þess efnis barst Vigdísi með ábyrgðarpósti í gærkvöldi. Meira »

Þurrkurinn í júní mun ekki slá metið frá 1971

07:57 Svo bar til að það rigndi í Reykjavík síðdegis í gær. Ekki var það nú mikið því 0,2 millimetrar mældust í sjálfvirka mælinum við Veðurstofu Íslands þegar lesið var af honum klukkan 16 í gærdag. Meira »

Birgir neitar að koma með vörur

07:57 Ljóst er að kaupmenn í miðbænum hafa ekki farið varhluta af tíðum framkvæmdum þar og dæmi eru um að birgir hreinlega neiti að keyra vörur í verslun sökum erfiðs aðgengis. Meira »

Lúsmý spýtir ensími í stungurnar

07:37 Í stillum og hlýju veðri eins og verið hefur undanfarið getur lúsmýið flogið út um allt. Það hefur dreift sér víða í sumarbústaði og heimahús í sveitum og bítur á nóttunni,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands. Meira »

Farnar að éta og hreyfa sig

07:25 Litla-Grá og Litla-Hvít fóru fljótlega að hreyfa sig og éta eftir komuna í laugina í Vestmannaeyjum í nótt. Þær fara síðar í griðasvæði í Klettsvík sem er hið fyrsta í heiminum sem er sérhannað fyrir mjaldra. Meira »
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Biskupstungur- sól og sumar..
Eigum lausa daga í sumar. Gisting fyrir 5-6. Heitur pottur, leiksvæði í nágrenni...