200 tjón vegna holanna

Þessi hola er við hring­torg á Reykja­vegi, og get­ur skapað ...
Þessi hola er við hring­torg á Reykja­vegi, og get­ur skapað hættu fyr­ir öku­menn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Um tvöhundruð tilkynningar um tjón vegna holuaksturs hafa borist Vegagerðinni það sem af er ári. Eru tjónin þegar orðin um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra, þegar 110 tilkynningar bárust. Aukningin er því gríðarleg á milli ára og með því mesta sem sést hefur samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Í nær öllum tilfellum sitja ökumenn uppi með tjónið óbætt og geta upphæðirnar numið hundruðum þúsunda. Ein­ung­is ein­um tjónþola hefur tek­ist að fá tjón sitt bætt en tjón vegna holuakst­urs fást ekki bætt með kaskó-trygg­ingu og öku­menn fá tjónið ekki bætt nema að búið hafi verið að til­kynna um hol­una sem olli því.

Hola í vegi á Sæ­braut.
Hola í vegi á Sæ­braut. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ástand vega á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur versnað mikið frá áramótum og víða hafa mynd­ast djúp­ar hol­ur í göt­um. Mbl.is hef­ur borist fjöldi ábend­inga um hol­ur víða um borg­ina, meðal annars í Skeifunni, Sigtúni, á Lækjargötu, Reykjanesvegi, Holtavegi, Framnesvegi, Suðurlandsbraut, Eggertsgötu, Melatorgi og víðar. Þá eru djúp­ar rák­ir á Vest­ur­lands­vegi og Sæ­braut sem geta skapað mikla hættu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­un­um frá björg­un­ar­fé­lag­inu Vöku sem sinn­ir meðal ann­ars drátt­arþjón­ustu hef­ur orðið mörg hundruð prósent aukn­ing á út­köll­um af þessu tagi frá síðasta ári. Hafa síðustu vik­ur verið sér­stak­lega anna­sam­ar og fyr­ir­tækið fengið fjölda beiðna á dag.

Starfsmenn borgarinnar fylla í holur á höfuðborgarsvæðinu.
Starfsmenn borgarinnar fylla í holur á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Golli

Sjóvá trygg­ir stærstu veg­hald­ara á höfuðborg­ar­svæðinu: Vega­gerðina, Hafn­ar­fjarðabæ og Reykj­vík­ur­borg. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sjóvá hef­ur orðið al­gjör spreng­ing í mál­um af þessu tagi og þau marg­falt fleiri en síðustu ár. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá, segir ástandið ennþá slæmt og valdi það Sjóvá geysilega miklum áhyggjum.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni er unnið að því að fylla upp í hol­ur af fremsta megni, en veður síðustu vik­ur hef­ur gert það erfiðara. Eft­ir hrun hafa verið notaðar ódýr­ari lausn­ir til að viðhalda slit­lagi en einnig að setja bæt­ur og fylla í hjól­för í stað þess að leggja nýj­ar yf­ir­lagn­ir.

Á Vest­ur­lands­vegi hafa mynd­ast rák­ir í vegi en þar sem ...
Á Vest­ur­lands­vegi hafa mynd­ast rák­ir í vegi en þar sem um stoðbraut er að ræða skap­ast mik­il hætta út frá þessu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »

Umferðartafir á Hellisheiði

Í gær, 21:43 Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

Í gær, 20:24 Hann er 23 ára gamall og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

Í gær, 20:20 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »
Svartur lazyboy leðurstóll 2 ára gamall
Virkilega nettur vel með farinn Lazyboy svartur leðurstóll . Verðhugmynd 80.000...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...