Hellti ávaxtalit í Strokk

Rauði liturinn gaf Strokki bleikan blæ.
Rauði liturinn gaf Strokki bleikan blæ. Ljósmynd/ facebook.com/pages/Marco-Evaristti

Marco Evaristti ber ábyrgðina á myndinni hér fyrir ofan sem sýnir Strokk gjósa bleikum lit. Sitt sýnist hverjum um uppátækiEvaristti og hefur hann þegar verið kærður til lögreglu af landeigendum við Geysi og er á leið til yfirheyrslu þegar mbl.is nær af honum tali.

Evaristti, sem kveðst hafa hlotið menntun sína í Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn, segist gera eitt náttúrulistaverk annað hvert ár og að hann hafi valið Ísland þetta árið vegna þess hversu táknrænir hverirnir hér á landi eru fyrir náttúruna sem heild.

„Ég gerði það af því að ég er málari, landslagsmálari en ég nota ekki striga heldur mála ég beint á náttúruna,“ segir Evaristti um gjörninginn. Hann segir að Íslendingar ættu að vera stoltir þegar þeir líta verk hans augum enda hafi enginn séð íslenska náttúru í þessari mynd áður.

Bað ekki um leyfi

„Ég bið ekki um leyfi því ég trúi því ekki að náttúran tilheyri neinum. Ég er maður málfrelsis og mér finnst að náttúran tilheyri ekki neinum einum heldur öllum,“ segirEvaristti.

Aðspurður neitar hann því að hann hafi með gjörðum sínum einmitt tekið eignarvaldið í eigin hendur og eyðilagt náttúruverðmæti fyrir öðrum. Í gjörninginn notaði hann fimm lítra af rauðum ávaxtalit sem vanalega er notaður í matvöru og segist hann hafa vottorð frá eiturefnaeftirliti Danmerkur um að liturinn sé ekki skaðlegur náttúrunni og að hann hverfi af sjálfu sér.

„Ég var þarna klukkan korter yfir fjögur í morgun og beið eftir því að sólin kæmi upp. Ég framkvæmdi gjörninginn klukkan 05:25 að morgni og enginn var á staðnum í þá tvo tíma sem þetta tók.“

Fer í fangelsi í Noregi

Í fyrra málaði Evaristti frosinn foss í Noregi með rauðum matarlit og mun hann þurfa að afplána 15 daga í fangelsi af þeim sökum.  „Ég gæti borgað mjög lága sekt en ég trúi því að það sem ég gerði hafi átt rétt á sér og þess vegna tek ég refsingunni,“ segir Evaristti sem kveðst einnig tilbúinn að taka þeirri refsingu sem gjörningur hans við Strokk gæti haft í för með sér.

„Ég má skreyta móður náttúru. Ef ég elska konu gef ég henni demantshring, það er fallegt að skreyta fingur hennar því ég elska hana. Og þess vegna skreyti ég náttúruna, því ég elska hana,“ segir hann og heldur áfram.

„Rauði liturinn er tákn lífsins og ástarinnar. Hjartað er rautt og blóðið er rautt og það er þess vegna sem við erum til. Ástin er mjög mikilvæg og þetta er ástarjátning mín til náttúrunnar.“

Evaristti verður fimmtugur á morgun og segir hann gjörninginn á vissan hátt hafa verið gjöf til síns sjálfs.

„Þetta er fallegasta gjöf sem ég hefði getað gefið sjálfum mér. Ástarjátning mín til Íslands.“

The Rauður Thermal Project, 2015

Posted by Marco Evaristti on Friday, April 24, 2015
Marco var einn við Strokk þegar hann gaus bleikum lit.
Marco var einn við Strokk þegar hann gaus bleikum lit. Ljósmynd/ facebook.com/pages/Marco-Evaristti
Marco segir litinn ekki skaðlegan náttúrunni.
Marco segir litinn ekki skaðlegan náttúrunni. Ljósmynd/ facebook.com/pages/Marco-Evaristti
mbl.is

Innlent »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »

Hatrið hvílist ekki lengi

16:08 Hatari heldur í tónleikaferð á fimmtudag með viðkomu á fimm stöðum á landinu. Í samtali við mbl.is segir trommugimpið Einar Stef að það hafi komið sér mest á óvart hvursu fáir þátttakendur í Eurovision tjáðu sig um málefni Ísraels og Palestínu. Meira »

Tæpur stuðningur við samninga hjá RSÍ

15:48 Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá fimm félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna liggja fyrir. Athygli vekur að í Rafiðnaðarsambandi Íslands stóð mjög tæpt að samningurinn yrði samþykktur. Meira »

Þristar til sýnis í kvöld

15:39 Fimm svo­kallaðar þrista­vél­ar, DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld milli klukkan 18 og 20. Hægt er að komast að vélunum á stæðinu norðan við Loftleiðahótelið (byggingu Icelandair) um hlið á girðingunni þar sem fánaborg er sjáanleg. Meira »

„Baráttan marklaus ef svona er liðið“

15:24 „Okkur hjá Landvernd var brugðið þegar við sáum fréttina og myndirnar frá urðunarstöðinni í Fíflholti á Mýrum,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Umræða um orkupakkann aftur hafin

14:56 Önnur umræða um þriðja orkupakkann er aftur hafin á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið í málþófi síðustu þingfundi, að sögn stuðningsmanna pakkans. Umræðan gæti staðið fram á kvöld og jafnvel nótt. Meira »

Á 164 km hraða og of seinn á hótelið

14:43 Tveir erlendir ferðamenn voru á ofsaakstri í Eldhrauni skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gær. Annar var að 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Lögreglan á Suðurlandi svipti hann ökuréttindum á staðnum. Meira »

Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund

14:37 „Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé,“ sagði Björn Leví Gunnarsson í ræðu á þingi í dag. Fyrir nákvæmlega sömu orð var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir dæmd brotleg af siðanefnd. Meira »

Synjaði 50 Bangladessum um skólavist

13:54 Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í gær að Útlendingastofnun hafi ekki verið heimilt að banna 50 manns frá Bangladess að koma til landsins til að stunda nám við Háskólann á Bifröst. Fólkið hafði ætlað að hefja nám við skólann, en Útlendingastofnun hafnaði öllum umsóknunum á grundvelli þjóðernis. Meira »

„Þetta eru bara góðar umræður“

13:15 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, vísar því á bug að um málþóf sé að ræða á Alþingi um þessar mundir. Hann tók sjö sinnum til máls í gær og Inga Sæland samflokkskona hans 5 sinnum. Meira »

Umsóknum um kennaranám fjölgar um 30%

13:04 Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands hefur fjölgað um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Meira »

„Bersýnilega málþóf“

12:32 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 6. varaforseti Alþingis, og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telja Miðflokk og Flokk fólksins vera farna að þæfa umræðuna um þriðja orkupakkann í þinginu. Stutt er eftir af þessu þingi. Meira »

Engin raunhæf úrræði í boði

12:26 Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, segir í viðtali við mbl.is að hann sé hissa á dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í morgun og að með honum sé „útilokað“ að skjólstæðingar hans hafi raunhæf úrræði til að leita réttar síns m.t.t. dóms MDE í máli þeirra. Meira »

Farið yfir aðgerðir gegn mansali og félagslegu undirboði

11:56 Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega stöðu aðgerða stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Fiskistofa bendir lögreglu á stórlaxafrétt

11:12 Fiskistofa hefur vakið athygli lögreglu á frétt sem birt var á mbl.is í gær, þar sem fjallað er um stórlax sem veiddist í grásleppunet undir Skálanesbjargi í síðustu viku. Bendir stofnunin á að ekki megi veiða lax í sjó. Meira »

Segja vanefndir á nýundirrituðum kjarasamningi

10:52 Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Meira »

„Hljóðið er gott í viðskiptavinum okkar“

10:50 Framleiðendum þurrkaðra fiskafurða hér á landi virðist hafa tekist að laga sig að þeirri erfiðu stöðu sem kom upp á nígeríska markaðinum um mitt ár 2015. Í tilviki Laugafisks var brugðist við með samruna og tæknivæðingu og þannig hagrætt í rekstrinum og fyrirtækið um leið gert betur í stakk búið til að geta tekist á við það ef frekari sveiflur verða í viðskiptum við Nígeríu. Meira »

Munu kvarta undan vallarstarfsmönnum

10:18 „Þetta er óneitanlega eitthvað sem fór fyrir brjóstið á mér, ég er ekki ánægður með svona framgöngu,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, en flugvallarstarfsmenn í Tel Aviv stærðu sig af því á netinu að þeir hefðu gefið liðsmönnum hljómsveitarinnar Hatara „vond sæti“ í flugvél þeirra frá Tel Aviv í gærmorgun. Meira »
fágætar bækur til sölu
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust í MAI - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfossi og ...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...