Snjórinn sleginn í tilefni sumars

Myndband af tveimur mönnum sem ganga í vorverkin í Grenivík í snjóbyl hefur gengið eins og eldur í sinu um netheima. 

Jóhanni Konráð Birgissyni, sem mundar sláttuvélina í meðfylgjandi myndbandi, þykir nóg um og segir hann að aðeins hafi verið um létt grín hjá þeim Finnboga Helga Snæbjörnssyni.

„Þetta var nú bara grín sem við tókum upp á af því að systir mín var byrjuð að slá grasið í Svíþjóð, svo við vildum bara senda henni myndband af því sama héðan,“ segir Jóhann.      

„Viðbrögðin eru búin að vera aðeins sterkari en við áttum von á, þetta er komið út um allan heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert