Ingvar ósáttur við yfirlýsingu ÍR

Ingvar Hjartarson
Ingvar Hjartarson Eva Björk Ægisdóttir

„Ég talaði við stjórnarmann FRÍ eftir hlaupið og hann sagði mér að vegna þess að þetta er Íslandsmeistaramót sé kærufrestur hálftími eftir að úrslit séu birt. Það þykir mér eðlilegur tími þegar keppt er í Laugardalshöllinni eða álíka en mjög stuttur kærufrestur þegar keppt er í götuhlaupi,“ sagði Ingvar Hjartarson, úr Fjölni, sem hafnaði í öðru sæti í Víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta. 

Arnar Pétursson úr ÍR sigraði hlaupið en var sakaður um að hafa stytt sér leið á lokakaflanum. Frjálsíþróttasamband Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Arnar hefði ekki rofið neinar merkingar og því munu úrslit hlaupsins standa.

Ingvar er ekki sáttur við yfirlýsingu ÍR vegna hlaupsins. Þá finnst honum að framkvæmdastjóri ÍR, sem var á staðnum og sá atvikið, hefði átt að gera athugasemd við þetta.  

Brautarverðirnir komu hlaupandi

En hvað finnst Ingvari um þetta, hefur hann séð umrætt myndband? „Ég hef auðvitað séð myndbandið og finnst þetta miklu verra brot en mér fannst í hlaupinu sjálfu og strax að því loknu. Eina sem ég tók eftir á staðnum er að Arnar tekur betri beygju en ég og kemur á undan mér út úr beygjunni. Ég áttaði mig ekkert á því hvert hann fór eða hvað gerðist.“

Í yfirlýsingu mótshaldara hlaupsins kemur fram að það sé ekkert við Arnar að sakast vegna þess að brautin hafi ekki verið nógu vel merkt. Er Ingvar sammála því?

 „Já, mér finnst ekkert við Arnar að sakast þar sem brautin var ekki nógu vel merkt. Það vantaði borða eða grindverk til að merkja hlaupaleiðina betur. Ef horft er á myndbandið sést að brautarverðir koma hlaupandi um leið og við erum komnir framhjá til að koma í veg fyrir að aðrir hlauparar geri sömu mistök og Arnar gerði. Það er því greinilegt að brautarverðir átta sig strax á því að þetta sé ekki líðandi, ekki rétt hlaupaleið og fara þeir til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“

Þarf þá ekki að bæta skipulagningu götuhlaupa til að koma í veg fyrir svona vafamál í framtíðinni? „Mér finnst að það þurfi að gera það. Allavega þegar hlaupið er svona stórt finnst mér vanta betri merkingar; hvar er leiðin og hvar er leyfilegt að hlaupa?“

Segist ekki vera svekktur út í Arnar

Ingvar sagðist ekki vera svekktur út í Arnar. „Ég get ekki pirrað mig út í hann, þetta hefði auðveldlega getað farið á hinn veginn. Það er líka hlutur sem ég er forvitinn hvernig hefði farið, ef þetta hefði verið öfugt. Hefðu ÍR-ingarnir þá kært hlaupið vegna þess að þeirra maður lenti undir?  Hefði þetta verið dæmt öðruvísi?“

Hann sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hlaup sé á gráu svæði og ÍR-ingur komist upp með það. „Ég hef lent í þessu áður. Þá tilkynnti hlaupstjóra strax, áður en úrslit voru tilkynnt, að hlaupari hefði brotið af sér í hlaupinu. Það var ÍR-ingur og ekkert var aðhafst í því máli. ÍR-ingur var einnig hlaupstjóri í því máli og ég spyr því hvort það sé eðlilegt?

Eðlilegt að framkvæmdastjóri ÍR hefði kært

Ingvar sagði að framkvæmdastjóri FRÍ hafi verið á hlaupinu sjálfu og séð atvikið. Síðar gefi hann út yfirlýsingu vegna málsins. „Er þá ekki hans hlutverk að kæra þetta, sem framkvæmdastjóra FRÍ og gera athugasemd við þetta. Ég talaði við hann eftir hlaupið og mamma heyrði hann fussa og sveia yfir þessu á staðnum og manni hefði þótt eðlilegt að hann gerði eitthvað í þessu á staðnum.“

Ingvar er ekki sáttur við yfirlýsinguna, þar sem kemur fram að kærufrestur vegna hlaupsins sé liðinn. „Mér finnst ótrúlegt að þeir segi að kærufresturinn sé liðinn. Þeir segja því skýrt að það sé alveg sama hversu mikið þið tuðið, þessu verður ekki breytt. Það er því alveg sama hvað maður gerir, tuðar, eða sýnir gögn, stjórnin og ÍR-ingarnir ætla ekkert að breyta þessu,“ sagði Ingvar.

Hér sést hvar Arnar kemur rétt á undan Ingvari í ...
Hér sést hvar Arnar kemur rétt á undan Ingvari í mark mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gul viðvörun víða um land

16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á þingi Sósíalistaflokksins í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitarstjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best , a...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...