„Íbúðin var keypt á heila milljón“

Reynir Svan Sveinbjörnsson og Signa Hrönn Stefánsdóttir.
Reynir Svan Sveinbjörnsson og Signa Hrönn Stefánsdóttir. Ljósmynd/Signa Hrönn Stefánsdóttir

„Ég hef aldrei tekið þátt í jafn miklum skrípaleik og þegar dómari og co mættu til okkar með hamarinn sinn. Þeir vildu alls ekki koma nema inn í forstofuna. Durturinn frá Íbúðalánasjóði var fljótur að bjóða í íbúðina þegar dómari spurði hvort það væru einhver tilboð. Hann bauð heilar 1.000.000 krónur. Hamrinum var lyft, honum barið í einhverja bók og „slegið“. – Já íbúðin var keypt á heila MILLJÓN.“

Þetta skrifar Signa Hrönn Stefánsdóttir, tveggja barna móðir frá Akureyri, á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún lýsir baráttu fjölskyldunnar við lánastofnanir í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Fjölmargir hafa deild færslu Signu Hrannar í dag.

„Í gærkveldi skelltum við Ljómatúni 11 í lás í hinsta sinn eftir ógeðslega erfiðar undanfarnar vikur,“ skrifar hún og lýsir hún því hvernig fjölskyldan hafði séð fyrir sér að búa þar næstu tíu, tuttugu árin. 

„Við pössuðum ekki inn í 110% leiðina. Íbúðalánasjóðslánið var 109% en lánin sem hvíldu á eignum foreldra okkar féllu ekki þar undir. Foreldrarnir okkar reyndu þá að falla undir 110% leiðina en fengu ekki heldur þar sem þau voru ekki greiðendur af láninu. Sem sagt þeir sem höfðu fengið lánsveð fengu aldrei leiðréttingu,“ skrifar hún og bætir við að fjölskyldan hafi barist.

Hefur tekið á andlega og líkamlega

Signa segir í samtali við mbl.is að viðbrögðin við pistlinum hennar hafi vægast sagt verið ótrúleg. „Ég varð klökk við að lesa öll kommentin,“ segir hún og bætir við að hún geri sér grein fyrir því að þau séu ekki ein í þessari stöðu. Tæplega 600 manns höfðu deilt pistlinum á Facebook um hádegisbil í dag.

Hún spyr hvort þetta sé vilji ráðamanna, að missa allt ungt fjölskyldufólk úr landi. Fjölskyldan hyggst flytja til Noregs. „Ég ætla ekki að búa í 10 fermetra herbergi. Leigumarkaðurinn á Íslandi er orðinn jafn dýr og í Noregi. Leigan hér er 200 þúsund krónur íslenskar og leigan er 200 þúsund krónur íslenskar í Noregi. Miklu meiri kaupmáttur er í Noregi,“ segir hún. 

„Það eina sem heldur í mann er fjölskyldan, amma og afi. Það verður erfitt að fara frá þeim en maður verður að hugsa um framtíð barnanna sinna,“ segir hún en hjónin eiga saman tvær dætur, eina fjögurra ára og aðra níu mánaða.

„Við höfum í hús að venda því sem betur fer eigum við góða fjölskyldu. Því miður hafa ekki allir það svo gott,“ segir hún. Hún segist ekki skilja hvernig þetta þjóðfélag virki lengur, þetta geti ekki gengið svona lengur.

Baráttan hafur tekið á hana líkamlega og andlega, og segir hún að þetta sé miklu erfiðara en fólk geri sér grein fyrir. „Auðvitað er þetta dauður hlutur en þetta er samt heimilið okkar og átti að vera griðastaður fjölskyldunnar áfram, griðastaður barna minna, þau eru ekki dauðir hlutir,“ skrifar hún.

 „Ekkert breytir því að við hjónin sitjum uppi með 34 milljón króna skuld á bakinu og ekkert heimili. Undanfarnar vikur hafa verið mjög erfiðar, þetta varð allt í einu eitthvað svo raunverulegt. Þrátt fyrir að hafa vitað lengi í hvað stefndi þá var ofboðslega erfitt þegar að því kom.

Pakka öllu ofan í kassa, koma búslóð í geymslu og flytja inn í eitt herbergi til foreldra minna. Þetta var kannski enn erfiðara þar sem mín stoð og stytta, hann Reynir minn var úti í Noregi að vinna og Rakel Sara vildi bara alls ekki flytja úr bleika herberginu sínu. Hún vildi eiga heima „heima hjá sér“ eins og hún orðaði það,“ skrifar hún.

 Frétt mbl.is um viðbrögð Íbúðalánasjóðs við máli hjónanna.

Barátta fjölskyldunnar við lánastofnanir hefur tekið á líkamlega og andlega, ...
Barátta fjölskyldunnar við lánastofnanir hefur tekið á líkamlega og andlega, segir Signa Hrönn. mbl.is/Þorkell
mbl.is

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Stál borðfætur
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...