„Það eru allir á móti þessu“

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég held að þetta sé endurómur af því að í langan tíma hafa menn gert kvótakerfið að einhverjum óvini og halda að með þessu frumvarpi sé verið að setja makrílinn inn í samskonar kerfi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um óánægju vegna makrílfrumvarps hans. Hann segir þó að þvert á móti sé verið að fara sérstaka leið því makríllinn sé nýr og að því leytinu einstakur miðað við aðra stofna. 

Nú hafa 25 þúsund skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðunni thjod­ar­eign.is um að vísa öllum þeim lögum sem Alþingi samþykkir um ráðstöfun fiskveiðiauðlinda, til lengri tíma en eins árs, til þjóðarinnar. Kveikjan að síðunni var frumvarpið, en aðstandendur síðunnar telja það fela í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á til­hög­un fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins sem ekki verði hægt að afturkalla.

Ekki langur tími þegar talað er um stöðugleika

Í makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra er lagt til að veiðiheimildum verði úthlutað til sex ára í senn. Fram að þessu hefur þeim verið úthlutað ótímabundið. Sigurður Ingi segir það ekki langan tíma og langt í frá að það sé varanleg úthlutun. „Það má ekki vera styttri tími þegar talað er um stöðugleika,“ segir hann.

„Maður veltir því fyrir sér á hvaða grunni þessi undirskriftasöfnun er, að því leyti að með þessu frumvarpi er verið að taka tillit til þessara sérstöku aðstæðna sem uppi eru með makrílinn. Hann er nýr stofn sem ekki hefur verið settur inn og þess vegna er verið að fara aðra leið.“

Inntak frumvarpsins hafi ekki náð í gegn

Sigurður Ingi segir að hann hefði betur skilið undirskriftarsöfnunina og viðbrögðin ef um væri að ræða að hlutdeildarsetja makrílinn inn í kvótakerfið með ótímabundinni hlutdeildarsetningu. „En af því að við erum að tímabinda hlutdeildarsetninguna og til viðbótar að leggja verulegt viðbótargjald sem á þessum sex árum skilar ríkinu níu milljörðum króna ef af verður, þá er eins og inntak frumvarpsins hafi ekki náð alveg í gegn,“ segir hann. 

Bendir hann á að í Danmörku sé makríl úthlutað, til að byrja með hafi það verið til sex ára í senn en því hafi verið framlengt til átta ára. „Þar hef ég ekki orðið var við umræðu um það að með því að gefa út veiðileyfi til þetta margra ára og hækka gjald sé verið að gefa neinum manni neinn kvóta. Auðvitað er þetta allt þjóðareign alveg eins og hér.“

Fer að áliti umboðsmanns Alþingis

Þá vísar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra til þess álits umboðsmanns Alþing­is að stjórn­völd­um hafi verið skylt að annaðhvort hlut­deild­ar­setja mak­ríl­inn eða setja sér­lög um hann frá ár­inu 2011. Nú sé ráðuneyti hans að bregðast við því með því að leggja fram frum­varp að sér­lög­um sem byggist á þeim lög­mætu vænt­ing­um sem síðasta rík­is­stjórn hafi gefið til þeirra sem stunduðu mann­eld­is­vinnslu á mak­ríl. Sex ára gild­is­tími sé lág­marks­tími fyr­ir þann fyr­ir­sjá­an­leika sem at­vinnu­grein­in þurfi til að geta fjár­fest og byggt upp sjáv­ar­út­veg­inn.

„Við getum ekki haldið áfram og ætlað ekkert að gera í þessu. Framkvæmdavaldið getur það hreinlega ekki og það eru sannarlega lögsóknir á hendur ríkinu fyrir þær leiðir sem farið var og við erum að reyna að leysa úr því innan íslenskra laga,“ segir hann og heldur áfram. „Það má því spyrja sig hvort undirskriftasöfnunin sé að fara fram á að við förum ekki að áliti umboðsmanns.“

Útgerðin vildi ekki fara þessa leið

Þá bendir Sigurður Ingi á að þessi lög séu sérlög um hlutdeildarsetningu á makríl, en þau víki ekki frá almennu löggjöfinni um stjórn fiskveiða á nokkurn hátt. „Fyrsta greinin sem fjallar meðal annars um að auðlindir hafsins séu þjóðareign er auðvitað eins mikilvæg í þessu og öðru.“

Þá segir hann útgerðina í heild sinni ekki hafa viljað fara þessa leið. „Til dæmis þeir sem eru að lögsækja ríkið voru að fara fram á að hlutdeildarsetning yrði gerð á grundvelli reglugerðar, en ekki sem lög, og þannig að um ótímabundna úthlutun væri að ræða sem yrði svo úthlutað til eins árs,“ segir hann. „Það eru einhvern veginn allir á móti þessu.“

Þjóðin fái stærri hlutdeild en ella

Frumvarpið hefur farið í fyrstu umræðu á Alþingi og skiptar skoðanir voru á framkvæmd þess. Sigurður Ingi segir það þó eðlilegt, en mikilvægt sé að líta til raunverulegs tilgangs frumvarpsins. 

„Við erum að reyna að fara millileið sem annars vegar tryggir fyrirsjáanleika, viðheldur með mjög skýrum hætti eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni og að það sé eðlilegt að eigandinn, þjóðin, fái aukna hlutdeild í fyrstu úthlutun. Við vitum að einhverjir munu selja frá sér sinn hlut og þess vegna er viðbótargjaldið til að tryggja að eigandinn, þjóðin, fái stærri hlutdeild í því en ella.“

Frétt mbl.is: Tæp 21.000 hafa skrifað undir áskorun

Frétt mbl.is: 14.700 vilja makrílkvóta í þjóðaratkvæði

Frétt mbl.is: Undirskriftasöfnun vegna makrílsins

Makríll.
Makríll. mbl.is/Helgi Bjarnason
Þónokkur fjöldi vill að forseti vísi lögum um fiskveiðiauðlindir í ...
Þónokkur fjöldi vill að forseti vísi lögum um fiskveiðiauðlindir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skjáskot af vefnum Þjóðareign.is
mbl.is

Innlent »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp á flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp á flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »

Hildur Björnsdóttir í öðru sætinu

12:44 Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista. Meira »

Þessum vegum verður lokað

12:41 Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.  Meira »

Skylda Hörpu að sækja fjármunina

11:59 „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu. Meira »

Farþegarnir loks á leið til Íslands

12:31 Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag. Meira »

Gerðu tilraun til ráns á hóteli

11:45 Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt. Meira »

Vara við „veðurhvelli“

11:23 Vegagerðin vekur athygli á „veðurhvelli“ sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.   Meira »

„Þeir geta ekkert farið“

11:20 „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen. Meira »

„Takk fyrir ekkert!“

11:09 „Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara síðustu sex mánuði. Meira »

Flug til Grænlands í uppnámi

10:38 „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is. Meira »

Engin merki fundust um myglu

10:24 Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn. Meira »

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið

09:19 Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna. Meira »

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt

10:32 Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu. Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

09:49 Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

7.000 nýburar deyja á hverjum degi

09:17 Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...