Viltu að Reykjavík verði borgríki?

Reykjavík.
Reykjavík. mbl.is/Golli

Hilmar Sigurðsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkur, lagði í dag fram tillögu þess efnist að hafinn verði undirbúningur að ráðgefandi íbúakosningu í Reykjavíkurborg þar sem spurt verði: „Vilt þú að Reykjavík verði sjálfstætt borgríki?“ Svarmöguleikarnir yrðu já og nei.

Í samtali við mbl.is sagði Hilmar að hann hafi lagt fram þessa tillögu sem svar við tillögu Höskuldar Þórhallssonar þess efnis að ríkið taki yfir skipulagsvald á Reykjavíkurflugvelli. „Þegar það sem gerðist í nefndarstarfi á Alþingi í morgun þegar tekin var í gegn með ofbeldi tillaga um að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg. Það fyllti mælinn,“ segir Hilmar.

Með tillögunni vill Hilmar að borgarbúar verði spurðir hvort þeir vilji kljúfa sig frá Lýðveldinu Íslandi og stofna borgríki. „Við þekkjum mörg borgríki í Evrópu sem gengur mjög.“

Hann segir enga umræðu hafa verið um tillöguna, en að fólki hafi fundist þetta athyglisvert. „Þessu var frestað til næsta fundar, sem er eðlileg afgreiðsla. Þegar maður hendir svona fram þarf fólk tíma til að kynna sér málið.“

Hann segir þó að hann leggi þetta fram einn og sé tillagan ekki komin frá meirihlutanum í borginni. „Þetta er alveg að eigin frumkvæði.“

Einn maður - eitt atkvæði

Hann segir tillöguna tengjast umræðu um atkvæðavægi á Íslandi, þar sem hann segir atkvæði íbúa í höfuðborginni vega mun minna en atkvæði fólks í landsbyggðarkjördæmum, og að atkvæði kjósenda í Suðvesturkjördæmi vegi enn minna en í Reykjavík.

„Það væri gaman ef það myndi skapast smá umræða út frá þessu,“ segir Hilmar.

Á Facebooksíðu sinni skrifar Hilmar:

„Ég á sæti í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkur og var að leggja þar fram eftirfarandi tillögu sem eðlilega var frestað.

Í ljósi framkomins frumvarps til laga á Alþingi um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, þingskjals 478, 361. mál, samþykkir Stjórnkerfis- og lýðræðisráð hefja undirbúning að ráðgefandi íbúakosningu í Reykjavíkurborg þar sem spurt verður:

Viltu að Reykjavík verði sjálfstætt borgríki?

með svarmöguleikunum já eða nei

Við undirbúning kosningarinnar verði í fyrstu umferð leitað eftir umsögn borgarlögmanns um tillöguna. Íbúakosningin verði haldin í gegnum rafrænt kosningakerfi sem Þjóðskrá hefur til ráðstöfunar. Allir íbúar á kosningaaldri í Reykjavíkurborg eigi rétt til þátttöku í kosningunni.

Greinargerð:

Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til Alþingis er ljóst að vegið er þar gróflega að skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar og að flutningsmenn tillögunnar ganga gegn viðteknum hugmyndum um forræði sveitarfélaga á eigin skipulagsmálum. Atkvæði hvers borgarbúa er þegar um þriðjungi minna virði en íbúa utan höfuðborgarsvæðisins og ljóst er að í krafti þess er verið að leggja til að þröngva í gegn breytingu sem ekki fengist samþykkt ef atkvæði á Íslandi væru jöfn, óháð búsetu. Það eru eðlileg og sjálfsögð mannréttindi að hvert atkvæði á Íslandi sé jafnt og að hver og ein manneskja á kosningaldri hafi jafnt atkvæði.

Í ljósi framkomins lagafrumvarps á Alþingi er rétt að kanna hug borgarbúa til að stofna sjálfstætt borgríki og segja sig úr lögum við ríkið Ísland. Reykjavík hefur alla burði til að standa sig vel sem sjálfstætt borgríki og til staðar eru nær allir innviðir til að slík breyting gæti gengið hratt og örugglega fyrir sig.“

Hilmar Sigurðsson.
Hilmar Sigurðsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Foreldrar meti aðstæður

08:15 Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna. Meira »

Skoða að stækka Hótel Ísland

07:57 Fasteignafélagið Reitir hefur til skoðunar að innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal hugmynda er að tengja reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla 9. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir málið á hugmyndastigi. Meira »

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

07:57 Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn. Meira »

Bílar tollstjóra í nýjum búningi

07:37 „Þetta er smá tilraunastarfsemi hjá okkur. Við prófuðum þessar merkingar á tveimur bílum og ætlum að sjá hvernig mönnum líst á þetta,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. Meira »

Bílar farnir að kastast til

07:32 Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Meira »

Skólahald fellur niður fyrir hádegi

07:27 Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Kjalarnesi fellur niður fyrir hádegi í dag, miðvikudag, þar sem von er á ofsaveðri. Búið er að loka veginum um Kjalarnes. Meira »

Lægðin „í beinni“

06:50 Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.   Meira »

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

07:12 Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“. Meira »

Foreldrar fylgi börnum í skólann

06:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann nú í morgun, en Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra. Meira »

Nær hámarki um klukkan 9

06:38 „Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Búið að loka heiðavegum

06:33 Vegagerðin lokaði á sjöunda tímanum á umferð um Hellisheiði, Þrengslin, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Þá var veginum um Lyngdalsheiði lokað klukkan 7. Meira »

Röskun þegar orðin á flugi

06:17 Veðurhvellurinn sem ganga á yfir landið í dag hefur þegar raskað flugáætlun. Þannig hefur morgunflugi Air Iceland Connect til og frá Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum nú verið frestað. Vélarnar áttu að fara í loftið á tímabilinu milli sjö og níu í morgun, en næstu upplýsingar um flug verða veittar kl. 11.30. Meira »

Ekki hætta á faraldri

05:30 „Það verður að teljast afar ólíklegt að það komi faraldur, en þó gætu komi upp einhver tilfelli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um mikla fjölgun mislingasmitstilfella í Evrópu á síðasta ári. Meira »

Fótboltinn sækir fleiri fylgjendur

05:30 Knattspyrnusamband Íslands hyggst á næstunni fara í víking á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter og Instagram. „Við hyggjumst sækja umtalsvert fleiri fylgjendur á stóra markaði, ekki bara í Evrópu heldur meðal annars einnig í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ. Meira »

Sammælast um Vesturlandsveg

05:30 Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina, lögðu fram tillögur um úrbætur á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fundi borgarstjórnar í gær. Meira »

Sporðar tuttugu jökla hopa

05:30 Sporðamælingar Jöklarannsóknafélags Íslands sýna að íslensku jöklarnir halda áfram að hopa. Tuttugu jöklar af þeim 25 sem voru mældir í haust hafa hopað. Meira »

Rafmagnsvagnarnir koma í mars

05:30 Samkvæmt upplýsingum frá Yutong Eurobus tafðist afhending á rafmagnstrætisvögnum frá Kína vegna þess að aðlaga þurfti burðarvirki þeirra íslenskum hraðahindrunum. Meira »

Reiði ríkir meðal rithöfunda

05:30 Mikil reiði ríkir meðal íslenskra rithöfunda vegna fjölda íslenskra bóka sem nú standa til boða á hljóð- og rafbókaáskriftarveitunni Storytel, án heimildar höfunda. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...