Hleypur um 100 km á dag í 52 daga

Írinn Nirbhasa Magee í 10 daga götuhlaupinu í New York ...
Írinn Nirbhasa Magee í 10 daga götuhlaupinu í New York í Bandaríkjunum í fyrra.

Sjálfsagt eru ekki margir tilbúnir að hlaupa frá New York á austurströnd Bandaríkjanna til Los Angeles á vesturströndinni, um 2.800 mílna leið eða um 4.500 km, en Írinn Nirbhasa Shane Magee, sem hefur búið, starfað og æft í Reykjavík frá því haustið 2013, ætlar að gera gott betur og taka þátt í 3.100 mílna götuhlaupi, um 5.000 km, á 52 dögum í New York 14. júní til 4. ágúst nk.

Undanfarin tvö sumur hefur Nirbhasa tekið þátt í götuhlaupi í New York (The Self-Transcendence 10 Days Race) með góðum árangri, varð í 4. sæti 2013 og 3. sæti í fyrra. Þá hljóp hann ríflega 100 km á dag í 10 daga. „Næst er það lengsta götuhlaup heims og það verður öðruvísi,“ segir hann. Vísar til þess að í 10 daga hlaupinu sé nánast engin hvíld en í komandi hlaupi sé „aðeins“ hlaupið frá klukkan sex á morgnana til miðnættis á hverjum degi. Í 18 tíma á sólarhring samfellt í 52 sólarhringa.

Hugleiðslan hjálpar

Nirbhasa segir að í svona löngu hlaupi, um tveimur og hálfu maraþoni á dag, komi hugleiðslan að miklu gagni og því standi hann vel að vígi eftir að hafa stundað hugleiðslu í yfir áratug. Hann segir galdurinn felast í því að hugsa ekki um heildarvegalengdina heldur brjóta hlaupið niður í litla búta. Á hlaupum hugsi hann um hvað hann sé heppinn að vera til og sé þakklátur fyrir að búa á Íslandi, vera í góðri vinnu og svo framvegis.

Eðlilega þarf að æfa mikið fyrir svona átök. Nirbhasa byrjaði að velta fyrir sér þátttöku í hlaupinu fyrir um ári og hóf markvissar æfingar fyrir það í fyrrahaust. „Ég hljóp allt að 240 kílómetra á viku á undirbúningstímanum,“ segir hann.

Hann býr í miðbæ Reykjavíkur og hefur hlaupið mismunandi leiðir í borginni og nágrenni. Þannig hefur einn hringurinn verið með strandlengjunni upp í Mosfellsbæ, þaðan að Hafravatni og síðan niður Elliðaárdal og heim og annar sömu leið nema heim í gegnum Hafnarfjörð. Þar sem hlaupið er í nokkurs konar hringi í keppninni í New York hefur umhverfi Tjarnarinnar í Reykjavík reynst vel. „Ef hlaupið er í kringum báðar tjarnirnar er hringurinn míla og því jafngilda 60 hringir vegalengdinni sem þarf að hlaupa í New York á hverjum degi keppninnar,“ segir Nirbhasa.

Að þessu sinni eru 12 keppendur, 10 karlar og tvær konur, skráðir til leiks. Þeir voru vandlega valdir með fyrri árangur í erfiðum götuhlaupum að leiðarljósi. Nirbhasa segir að Finninn Ashprihanal Aalto, sem tekur þátt í hlaupinu í 13. sinn og hefur sigrað sjö sinnum, sé sigurstranglegur en hann hafi sett sér markmið. „Það er ómögulegt að segja til um hvað getur gerst í svona löngu hlaupi og því er helsta markmiðið mitt að viðhalda ánægjunni í hlaupinu og í öðru lagi að ljúka keppni.“

Írinn vinnur við umönnun á daginn og á það sameiginlegt með einstaklingnum, sem hann sér um, að stunda hugleiðslu. Fyrir vikið hafa þeir farið til útlanda saman og því gat hann æft við góðar aðstæður erlendis, þegar veðrið var sem leiðinlegast í vetur. „Það var gott að geta sameinað vinnu og hlaupin með þessum hætti og undanfarnar vikur hef ég hvílt mig fyrir átökin.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Fólk eigi að geta notað peninga

16:20 „Ég veit ekki til þess að þetta sé beinlínis bannað með lögum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um greiðslufyrirkomulag hjá Air Iceland Connect. Flugfélagið tekur ekki við peningum í greiðslu fyrir flug heldur eingöngu kortum. Meira »

Áheitametið fallið

16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Rúmlega sjöþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR STOFUSKÁPUR ( HVÍTLAKKAÐUR) MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...