Fimm ákærðir fyrir hópnauðgun

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Ríkissaksóknari hefur ákært fimm pilta á aldrinum 17 til 19 ára sem grunaðir eru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí á síðasta ári.

Málið hefur verið á borði ríkissaksóknara síðan í júní á síðasta ári þegar lögregla lauk rannsókn á málinu, en piltarnir sættu gæsluvarðhaldi um tíma.

Stúlkan lagði fram kæru á hendur piltunum þann 7. maí á síðasta ári. Pilt­arn­ir voru hand­tekn­ir sam­dæg­urs og sátu í gæslu­v­arðhaldi í eina viku.

Rann­sókn máls­ins var um­fangs­mik­il, m.a. var lögð fram mynd­bands­upp­taka sem tek­in var á síma eins pilt­anna. Þá voru tekn­ar skýrsl­ur af fjölda fólks, en hópnauðgun­in mun hafa átt sér stað í sam­kvæmi í Breiðholti.

Pilt­arn­ir hafa all­ir geng­ist við því að hafa haft sam­far­ir við stúlk­una, en segj­ast hafa talið að hún væri því samþykk. Pilt­un­um ber þó ekki sam­an um at­b­urðinn og at­b­urðarás hon­um tengda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert