Smábátasjómenn reiðir

Kvótasetning talin binda enda á makrílveiðar tuga smábáta.
Kvótasetning talin binda enda á makrílveiðar tuga smábáta. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er með ólíkindum að menn komist upp með svona,“ sagði Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur ehf. í Grindavík, um makrílkvóta fyrir smábáta.

„Það var búið að vara menn við með mótmælum og öðru að gera þetta ekki. En þeir vaða samt út í þetta og halda að fólk segi bara já og amen.“

Fiskistofa birti í gær úthlutun makrílkvóta. Í fyrsta sinn er settur kvóti á smábáta sem veiða makríl á línu og handfæri. Þeir fá samtals 7.025 tonn (4,1% heildarkvótans) sem skiptast milli 192 báta. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, líklegt að kvótasetningin bindi enda á makrílveiðar tuga báta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert