Kynlíf í Bláa lóninu er „hverfandi vandamál“

Karl og kona knúsast í Bláa lóninu.
Karl og kona knúsast í Bláa lóninu. mbl.is/Ómar

„Þetta er hverfandi vandamál,“ segir Atli Sigurður Kristjánsson, verkefnastjóri markaðsdeildar í Bláa lóninu, spurður um sögusagnir þess efnis að algengt sé að gestir stundi kynlíf í náttúruperlunni frægu.

Atli segir að Bláa lónið hafi strangar reglur um kynlíf gesta. Grannt sé fylgst með gestum. Fjórir gæslumenn séu á vakt hverju sinni og manni þeir öll horn lónsins og fylgist vandlega með gestum.

„Það er hluti af þeirra vinnu að fylgjast með aðförum og upplifun gesta. Við erum að vernda upplifun gestanna og á öllu svona er tekið hart, þar sem þetta er í raun ekki í boði.“ Hann segir þetta sérstaklega hafa verið vandamál í gamla lóninu, en sé ekki lengur.

Atli segir að ef til vill skýrist þessi hegðan af því að vatnið sé gruggugt og því sé ekki hægt að sjá hvað gerist undir yfirborðinu.

Séu gestir gripnir við verknaðinn er þeim skilyrðislaust vísað upp úr Bláa lóninu, að sögn Atla. Þetta sé brot á skilyrðum sem eru sett við miðakaupin. „Þetta hefur ekki gerst í mörg ár, en ef þetta gerist þá er vísað upp úr.“

Spurður hvort slíkir gestir séu settir á bannlista, segir Atli að þeir fái allavega ekki að koma aftur á sömu forsendum. „Það er tekið mjög strangt á þessum málum,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »