Líkfundur í Laxárdal í Nesjum

mbl.is

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning á lögreglustöðina á Höfn í Hornafirði um líkfund í Laxárdal í Nesjum í gær. Ekki hafa verið borin kennsl á líkið. Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, að tilkynningin hafi borist á fimmta tímanum í gær. 

 Lögreglumenn á Höfn fóru þegar á vettvang. Landhelgisgæslan lagði til þyrlu til að flytja rannsóknarlögreglumann frá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi, lögreglumenn úr Kennslanefnd ríkislögreglustjóra, rannsóknarlögreglumann frá Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins og réttarlækni á staðinn.

„Ekki hefur verið borin kennsl á líkið. Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni um það bil 186 sentimetrar á hæð með ljóst axlasítt hár klætt í svarta strigaskó með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu með áletrun að framan „QUICKSILVER“. Ætla má að maðurinn hafi látist fyrir einhverjum mánuðum síðan. Málið er í rannsókn og ekkert hægt að segja til um á þessu stigi með hvaða hætti andlát mannsins bar að.

Lögreglan á Suðurlandi biðlar til allra þeirra sem gætu veitt upplýsingar sem gætu átt við lýsingu hér að ofan, þær má hringja inn í síma 842 4250,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert