Vatnaskil við byggingu nýs Landspítala

„Samningurinn hefur mjög mikla þýðingu vegna þess að meðferðarkjarni er flóknasta og stærsta byggingin í þessum klasa á Hringbraut og er lykilatriði í að færa alla bráðastarfsemi undir sama þak,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir þetta vera meiriháttar öryggisatriði.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skrifaði í dag undir samning við Corpus hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna vegna byggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Áætluð heildarstærð meðferðarkjarnans er um 58.500 fermetrar. Byggingin mun verða á 6 hæðum neðan götu, 5 hæðum ofan götu auk kjallara.

Samningurinn er milli Nýs Landspítala ohf. og Corpus hópsins, sem var lægstbjóðandi í verkið, í útboði sem fram fór síðastliðið sumar í samræmi við fjárlög ársins 2015 og lög um skipan opinberra framkvæmda, að því er segir í tilkynningu sem Nýr Landspítali hefur sent.

Kjarni sjúkrahúsbráðaþjónustu á landinu

Meðferðarkjarni er í stuttu máli megnið af þeirri starfsemi spítalans sem snertir sjúklinga með beinum hætti. Meðferðarkjarnanum, sem verður ríflega 58.500 fermetrar á sex hæðum, verður skipt upp eftir hæðum. „Þar verður á einum stað kjarni sjúkrahúsbráðaþjónustu á landinu. Á neðstu hæðunum er bráðamóttaka og bráðamyndgreining. Þaðan er farið upp í skurðstofur og gjörgæslu og þaðan á legudeildir,“ segir Páll.

Í meðferðarkjarnanum verður því þungamiðja bráðastarfsemi spítalans önnur en rannsóknir. „Þær verða í rannsóknarkjarna, sem verður í húsi sem verður byggt við hliðina á og á að rísa um leið en er mun minna og einfaldara í sniðum,“ segir Páll. „Þetta er gleðidagur fyrir þjóðina. Nú getur okkar fólk og Corpus-hópurinn klárað hönnunina á þessu.“

Eins og áður segir verður meðferðarkjarninn 58.500 fermetrar. Í dag er Landspítalinn í 108 húsum á 17 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Stærstu kjarnarnir eru við Hringbraut, um 60.000 fermetrar, og 33.000 fermetrar í Fossvogi. Páll segir að megnið af húsnæðinu við Hringbraut verði nýtt áfram, en að spítalinn flytji að úr húsnæðinu í Fossvoginum.

Barnaspítalinn fyrsti áfanginn

Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að ekki sé gert ráð fyrir fæðingar- eða geðdeild í húsnæði nýja spítalans. Páll segir að í því samhengi verði að líta til þess að fæðingardeildin sé þegar nálægt Barnaspítala Hringsins sem í raun megi líta á sem fyrsta áfangann í uppbyggingu nýja spítalans við Hringbraut.

„Hins vegar hafa komið fram athugasemdir og við fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans þá verða aðilar frá kvennadeild og það verður skoðað mjög vandlega hvernig verður með bestum hætti hægt að tryggja öryggi fæðingarþjónustu og kvenþjónustu og samþætta þá þjónustu ef nauðsyn krefur,“ segir Páll.

„Það verður tækifæri til að skoða þau mál í lokahönnun. Varðandi geðdeildina þá er hún þrátt fyrir allt næstyngsta stóra bygging Landspítalans og ætlunin er að nota hana áfram. Hins vegar er hluti af áformunum við uppbyggingu á Hringbraut að byggja upp og lagfæra það húsnæði sem áfram verður notað. Einhverju verður að breyta með tilliti til breyttrar nýtingar en í öðrum tilfellum þarf að endurbæta húsnæði. Það gildir meðal annars um geðdeildarbygginguna sem þarf að færa nær nútímanum. Þar er reyndar þegar búið að byggja upp eina deild algjörlega, deild geðgjörgæslu, sem sýnir hvernig hægt er að umbreyta húsnæðinu til hins betra. og sem hluti af þessu verkefni verður restin af þeirri byggingu tekin fyrir í fyllingu tímans. Það kemur í kjölfar nýbygginga.“

Páll segir stefnt að því að sjúkrahótelið verði tilbúið 2018 og meðferðar- og rannsóknarkjarnar árið 2023.

Vatnaskil við byggingu nýs Landspítala

Samninginn undirrituðu Kristján Þór og Grímur M. Jónasson frá VSÓ ráðgjöf fyrir hönd Corpus hópsins. Fjögur fyrirtæki standa að Corpus hópnum þ.e. Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar og VSÓ ráðgjöf.

Í þessari viku mun Nýr Landspítali bjóða út verkframkvæmd á sjúkrahóteli.  Áætlað er að hefja framkvæmdir þar í byrjun nóvember og mun það rísa á Hringbrautarlóðinni norðan kvennadeildar Landspítalans, segir ennfremur.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að í dag hafi orðið ákveðin vatnaskil í uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut. Hann sagði að meðan Alþingi og Reykjavíkurborg breyttu ekki afstöðu sinni til málsins þá yrði þessu verki haldið áfram. „Þessi samningur núna markar ákveðin vatnaskil að því leytinu til að við erum að taka mjög stórt skref. Á sama degi fáum við afgreitt í samstarfsnefnd um opinber fjármál útboð byggingar sjúkrahótels. Þessi dagur markar tímamót því í þessu verki,“ segir Kristján Þór.

Grímur M. Jónsson fer fyrir Corpushópnum sem mun hanna nýja meðferðarkjarnann. Tilboð hópsins í hönnunina var undir þeim áætlunum sem gerðar höfðu verið vegna útboðsins. Hann á von á að verkið verði tilbúið til útboðs vorið 2018.

Frá undirritun samningsins í dag. Kristján og Grímur skrifuðu undir ...
Frá undirritun samningsins í dag. Kristján og Grímur skrifuðu undir samninginn en Dagur og Páll vottuðu undirskriftirnar. mbl.is/Árni Sæberg
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, flutti ávarp við undirskrift samningsins í ...
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, flutti ávarp við undirskrift samningsins í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Reykvísk börn læri meira í forritun

19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss

16:20 Suðurlandsvegur austan við gatnamót við Biskupstungnabraut er lokaður eftir að árekstur varð með tveimur bifreiðum þar. Unnið er að því að klippa út einn aðila úr hvorum bíl. Þeir eru báðir með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra. Meira »

„Fólk sem hatar rafmagn“

15:59 Orkumálastjóri segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Hann fjallar um myndina í jólaerindi á vef stofnunnar og segir hana einfaldað ævintýri en pistillinn ber yfirskriftina „Fólk sem hatar rafmagn“. Meira »

Losaði sig við fíkniefni við vopnaleit

15:55 Ferðalangur á leið í flug til Alicante sást losa sig við poka með hvítu dufti í vopnaleit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Lögregla hafði uppi á aðilanum í fríhöfn flugstöðvarinnar og tók af honum vettvangsskýrslu áður en hann fékk að halda för sinni áfram Meira »

„Fer alfarið eftir fæðingardegi barns“

15:46 Reglugerð um hækkun á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi frá 1. janúar 2019 tekur til foreldra barna sem fæðast á árinu 2019. Eldri fjárhæðir gilda áfram vegna barna sem fæddust, voru ættleidd eða tekin í fóstur á tímabilinu 1. janúar 2017 - 31. desember 2018. Meira »

Júlíus Vífill áfrýjar dóminum

15:44 Júlíus Vífill Ingvarsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, en hann var í dag dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Þetta staðfestir Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar, við mbl.is. Meira »

Varað við aurskriðum og vatnavöxtum

15:11 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Fylgdarakstur í göngunum vegna þrifa

14:56 Aðfaranótt 19. desember frá kl. 22 til 07 verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa.   Meira »

Rigning og auð jörð á aðfangadag

14:19 „Það er ekki útlit fyrir hvít jól í Reykjavík,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hálfgert haustveður hefur verið á landinu síðustu daga og ekki er líklegt að jólin verði hvít, nema þá kannski helst á norðausturhlutanum. Meira »

Guðmundur skoðar mál FH

14:10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verður settur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika. Meira »

Valitor veitir jólaaðstoð

13:45 Stjórn Valitor veitti Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu, sem er samvinnuverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð, styrk til að aðstoða efnalitlar fjölskyldur fyrir jólin. Meira »

Allt að 6.500 m² samgöngumiðstöð

13:40 Óheppilegt væri að halda því opnu hvort húsnæði BSÍ stæði eða viki í samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar á svokölluðum Umferðarmiðstöðvarreit. Þetta meðal þess sem fram kemur í skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar og Strætó bs. sem gert var að undirbúa samkeppnina. Meira »

Borgin setur upp vatnspósta á fjölförnum stöðum

13:39 Reykjavíkurborg er að byrja að setja upp vatnspósta á torgum, útivistasvæðum og fjölförnum stöðum.   Meira »
Kommóða
Til sölu 3ja skúffu kommoða,ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000..S...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...