Borgarstjórn samþykkti sniðgöngu á ísraelskum vörum

mbl.is/Styrmir Kári

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur um að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir.

Tillagan var samþykkt með atkvæðum Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna.

Björk sagðist á Facebook síðu sinni vera óendanlega þakklát samherjum sínum en í dag var síðasti dagur hennar í borgarstjórn.

„Umræðan snérist um hvað ástandið fyrir botni Miðjarðahafs er flókið en ég benti á að það sé flókið að búa undir hernámi og komast hvergi vegna allt að 9 metra hás og 700 km. langs aðskilnaðarmúrs. Þá var rætt um mannréttindabrot vítt um heim, aðallega í Kína. Ég benti á að við gætum ekki bjargað öllu flóttafólki frá Sýrlandi og Eritreu en ef við gætum bjargað einu flóttabarni væri það þess virði. Eins er það með mannréttindin. Við þurfum að gera það sem við getum – annað getum við ekki,“ skrifaði Björk á Facebook.

Tillagan var síðasta tillaga Bjarkar í borgarstjórn.
Tillagan var síðasta tillaga Bjarkar í borgarstjórn. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina