Ekki hægt að reisa byggingar sem raska öryggi

Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin framundan.
Reykjavíkurflugvöllur, neyðarbrautin framundan. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Við rekum flugvöll í Vatnsmýrinni og það þarf að taka tillit til þess. Það er ekki hægt að skipuleggja eða reisa byggingar af þeirri gerð að það raski öryggi flugsins,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær.

S8 ehf. hefur uppi áform um að byggja risahótel á 17.500 fermetrum á lóð við gatnamót Hringbrautar og Nauthólsvegar.

Innanríkisráðherra var gestur Samtaka eldri sjálfstæðismanna á fundi í Valhöll í gær. Þar sagði hún m.a.: „Varðandi lokun neyðarbrautarinnar vil ég taka fram að það er innanríkisráðherra sem þarf að taka ákvörðun um slíka lokun. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin. Á meðan ráðherra hefur ekki tekið slíka ákvörðun er flugvöllurinn áfram þar sem hann er.“ 4

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »