Fórnarlambið tveggja ára drengur

Norska lögreglan að störfum.
Norska lögreglan að störfum. AFP

Rúmlega tvítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Stavanger í Noregi, grunaður um að hafa beitt tveggja ára dreng ofbeldi, með þeim afleiðingum að hann dvelur nú á sjúkrahúsi. 

Unni By­berg Mal­min, sak­sókn­ari lög­regl­unn­ar í Stavan­ger í Nor­egi, hefur ekki viljað staðfesta við mbl.is að maðurinn sé Íslendingur en hann er það samkvæmt heimildum mbl.is. 

Maðurinn grunaður um að hafa beitt drenginn ofbeldi í síðustu viku með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús þar sem drengurinn dvelur enn.

Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur ráðuneytið aðstoðað foreldra barnsins vegna málsins og felst sú aðstoð aðallega í því að afla upplýsinga um málið. Mun það veita frekari aðstoð ef beiðni um það berst. 

Mal­min segist ekki geta gefið miklar upplýsingar um málið þar sem það sé í rannsókn. Maðurinn kom fyrir dómara á mánudag. Aðspurð segist Malmin ekki geta gefið upplýsingar um áverka barnsins eða hvort þeir eru alvarlegir. Bendir hún á að samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu sé líðan barnsins eftir atvikum.

Lögregla telur að drengurinn hafi verið beittur ofbeldi á heimili sínu og utan þess. Aðspurð segist Malmin ekki geta gefið upplýsingar um hvort maðurinn sé grunaður um að hafa beitt drenginn ofbeldi þennan eina dag eða fleiri. Móðirin og hinn grunaði tengjast. „Ég get ekki sagt meira um það í bili,“ segir Malmin í samtali við mbl.is.

Frétt mbl.is: Grunaður um alvarlegt ofbeldi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert