Drengurinn útskrifaður af sjúkrahúsi

Gamli bærinn í Stavanger
Gamli bærinn í Stavanger Af Wikipedia

Tveggja ára drengur, sem grunað er að Íslendingur hafi beitt alvarlegu ofbeldi í Stavenger í Noregi í síðasta mánuði var útskrifaður af sjúkrahúsi á fimmtudaginn. Þá var tæp vika síðan að móðir drengsins kom með hann á sjúkrahúsið vegna áverkanna.

Aftenbladet segir frá þessu í dag.

Samkvæmt heimildum mbl.is er sá grunaði Íslendingur en Unni By­berg Mal­min, sak­sókn­ari lög­regl­unn­ar í Stav­an­ger í Nor­egi vildi ekki staðfesta það í síðustu viku. Maðurinn var úrskurðaður í fjög­urra vikna gæslu­v­arðhald  23. október og ákærður fyrir líkamsrárás.

Í Aftenbladet í dag kemur fram að maðurinn sé ríkisborgari í öðru Norðurlandi og að hann sé ekki faðir drengsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er samband á milli móður drengsins og hins grunaða.

Drengurinn hefur verið yfirheyrður af lögreglu og móðir hans einnig. Vitnað er í Malmin þar sem fram kemur að rannsókn málsins sé á byrjunarstigi.

Fyrri frétt mbl.is: Fórnarlambið tveggja ára drengur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert