Ríkið hafnar tilboði í Geysi

Geysissvæðið dregur til sín fjölmarga ferðamenn.
Geysissvæðið dregur til sín fjölmarga ferðamenn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkið hefur hafnað kauptilboði Landeigendafélags Geysis í 33,89% eignarhlut ríkisins á Geysissvæðinu og undirbýr nú formlegar viðræður við fulltrúa landeigenda um að ríkið kaupi hlut eða hluta af landareign þeirra.

Fyrr í haust gerði Landeigendafélag Geysis tilboð í ofangreindan eignarhlut ríkisins, sem nú hefur verið hafnað. Ekki var upplýst í haust upp á hvað tilboð landeigenda hljóðaði.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að óformlegar viðræður hafi farið fram á milli stjórnvalda og fulltrúa landeigenda. Nýverið óskuðu landeigendur eftir því bréflega að viðræður við stórnvöld hæfust um framtíð Geysissvæðisins, m.a. um það hvort ríkið vildi ræða við landeigendur um að kaupa hlut eða hluta þeirra á Geysissvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »