Afstaða ESB til umsóknar sætir furðu

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins (ESB) í Brussel.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins (ESB) í Brussel. mbl.is/afp

Forysta ESB hefur fengið skýr skilaboð frá Íslendingum um að umsókn um aðild að bandalaginu hefur verið dregin til baka.

Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, en sem kunnugt er hefur sendiherra ESB á Íslandi sagt að óvíst sé að Íslendingar þurfi að leggja fram nýja aðildarumsókn ef hefja eigi ferlið að nýju.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni slíkt sæta furðu. Afstaða Íslands sé skýr. Komi til þess að þráðurinn verði tekinn upp að nýju verði það gert í samráði við þjóðina og vilji hennar ráði för.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert