Krapi eða hálka á vegum

Fjarðarheiði er enn þungfær.
Fjarðarheiði er enn þungfær. Steinunn Ásmundsdóttir

Vegir eru mikið auðir á Suðurlandi þótt hálka eða hálkublettir séu á fáeinum stöðum, einkum á útvegum. Flughált er í Grafningi, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Nokkur hálka er á fjallvegum á Vesturlandi og á sumum fáfarnari vegum en aðalleiðir á láglendi eru mikið til auðar.

Veðurvefur mbl.is

Á Vestfjörðum eru víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg autt. Þó er hálka á Gemlufallsheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Á Ströndum er hins vegar Flughált á leiðinni norður í Gjögur.

Aðalleiðir í Húnavatnssýslum og Skagafirði eru að heita má greiðfærar en nokkur hálka er þó á Siglufjarðarvegi og sumum sveitavegum. Það hefur éljað á Öxnadalsheiði og þar er snjóþekja en á Norðurlandi eystra er víða hálka og á köflum snjóþekja.

Snjóþekja eða krapi er allvíða á Austur- og Suðausturlandi en verið er að hreinsa vegi. Fjarðarheiði er enn þungfær en verið er að moka.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát á Meleyri við Breiðdalsvík vegna skemmda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert