Það kýs enginn að vera kallaður „það“

Sumir upplifa sig utan hinnar hefðbundnu karlkyns/kvenkyns skilgreiningar. Í Svíþjóð …
Sumir upplifa sig utan hinnar hefðbundnu karlkyns/kvenkyns skilgreiningar. Í Svíþjóð hafa þeir tekið upp persónufornafnið hen og það hefur bæði ratað í nýjustu útgáfu sænsku orðabókarinnar og í orðaforða hins opinbera.

Persónufornafnið hán verður kynnt til sögunnar í kennsluefni í beygingarfræði við Háskóla Íslands á komandi misseri en það er Eiríkur Rögnvaldsson prófessor sem á heiðurinn að þessari nýbreytni. Orðinu er ætlað að mæta ákveðinni þörf á persónufornafni þegar um er að ræða einstaklinga sem skilgreina sig sem kynsegin (e. gender queer) eða flæðigerva (e. gender fluid), þ.e. skilgreina sig hvorki sem karlkyns né kvenkyns.

Þess ber að geta að orðið hán er ekki hugarfóstur Eiríks heldur komast hann í kynni við það þegar hann sat í nýyrðanefnd Samtakanna '78 í haust.

„Þá setti ég mig aðeins inn í þessi mál og ástæðuna fyrir því að fólki finnst nauðsynlegt að hafa þarna sérstakt orð, sérstakt fornafn, og hvers vegna fólk villa ekki nota þetta hvorugkynsfornafn sem við höfum; það,“ segir Eiríkur.

Frétt mbl.is: Elsku bur, ég er vífguma og eikynhneigð

Hann segir hugmyndina að kynna orðið fyrir nemendum í beygingarfræði og skapa umræður. „Ég er ekkert að reka áróður fyrir [orðinu] í kennslu, heldur benda nemendum á að þetta sé til og svo ákveða þeir hvort þeir vilja nota það.“

Hán, há eða hé?

Hán er aðeins eitt þeirra orða sem menn hafa lagt til að fylli þetta tómarúm í tungumálinu en önnur eru til dæmis og . Í pistli sem birtur var á Knúzinu, knuz.wordpress.com, segir Alda Villiljós frá kynnum sínum af kynhlutlausa persónufornafninu hen, sem hefur skapað sér nokkurn sess í Svíþjóð, en hán segir babb hafa komið í bátinn þegar hán neyddist til að flytja aftur heim til Íslands.

„Það er nefnilega ekki til neitt persónufornafn á íslensku, svo að ég viti til, sem er hægt að nota á sama hátt og ensku fornöfnin og hið sænska,“ skrifar hán. „Ég gæti jú notað það en ég er ekki vitsmunalaus hlutur; ég er manneskja og finnst það bæði særandi og niðurlægjandi að vera kallað það.“

Frétt mbl.is: Kynhlutlaust fornafn í orðabókina

Þegar Eiríkur sagði frá fyrirætlun sinni um að bæta hán inn í kennsluefni sitt kom fljótt í ljós að það hafa ekki allir skilning á afstöðu Öldu og annarra sem upplifa sig utan karlkyns/kvenkyns flokkunarinnar. Þá sýndi það sig í ummælum við færslu prófessorsins að menn hafa ekki síður skoðanir á orðinu hán í málfræðilegu samhengi.

er búinn að taka "hán" inn í kennsluefni í beygingarfræði og ætlar að fjalla um það í kennslu á þessu misseri.

Posted by Eiríkur Rögnvaldsson on Wednesday, 6 January 2016

„Eitt er það nú að sumir segja að það sé ekkert hægt að búa til ný fornöfn. Öfugt við nafnorð, lýsingarorð og sagnir, þá séu fornöfn lokaður flokkur og við getum ekki bara bætt orðum í þann flokk,“ segir Eiríkur um skoðanaskiptin.

„Annað er það að menn segja þetta bara óþarfa; við höfum þetta fornafn það og það sé allt í lagi með það, við getum bara notað það og það sé ekki rétt að það sé notað í niðrandi tilgangi eða til að gera lítið úr fólki.“

Þessu segist Eiríkur ósammála. Þess séu fjölmörg dæmi að fólk notar orðið það með þessum hætti og nefnir bókina Hann var kallaður „þetta“ eftir Dave Pelzer. Þar sé að vísu um annað orð að ræða en meiningin sé sú sama. Þá segist hann heldur ekki samþykkja rök þeirra sem vilja meina að neikvæð notkun orðs eigi ekki að stjórna því að aðrir nota það, en hann hefur m.a. vísað til orðsins negri í þessu sambandi. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að segja: „Ég ætla bara að nota negri því mér finnst það ekki neikvætt.“ Það er neikvætt í huga fólks.“

Eiríkur, lengst til hægri á myndinni, var einn fjögurra sem …
Eiríkur, lengst til hægri á myndinni, var einn fjögurra sem á vordögum hlaut styrk úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur til eflingar íslenskrar tungu.

Eiríkur segir að horfa verði til þess hvernig fólkið sem orðin eiga við um upplifa þau.

„Maður skynjar það þegar maður talar við fólk sem skilgreinir sig svona að það er því mikið hjartansmál hvernig vísað er til þess. Og það vill engin láta vísa til sín með það. Þannig að mér finnst þetta tilraun sem er allt í lagi að gera en svo verður að koma í ljós hvort þetta fær einhverja útbreiðslu.

Mér finnst líka mikilvægt að þetta er sprottið upp hjá því fólki sem notar þetta um sig sjálft. Þetta er ekki boð að ofan, þetta er ekki einhver málfarslögregla eða íslensk málnefnd eða háskólinn sem segir: „Þið skulið gera þetta svona.“ Það er dæmt til að mistakast. Þetta er sprottið upp úr grasrótinni, þess vegna finnst mér eðilegt að ég sem háskólakennari í íslensku kynni þetta,“ segir fræðamaðurinn.

Hán-hán-háni-háns

En þá vaknar sú spurning hvernig nota á orðið.

„Þetta er hugsað held ég þannig að þetta sé bræðingur úr hann og hún. Og það virkar ágætlega þannig, af því að á er tvíhljóð sem er samsett úr a og ú, sem sagt a-inu í hann og ú-inu í hún,“ útskýrir Eiríkur.

„Svo velta menn fyrir sér beygingunni og ég held að þeir sem nota þetta vilji beygja þetta hán-um hán-frá háni-til háns. Einhverjir hafa haft það á móti því að þetta minni á karlkyns beygingu en þetta er líkast hvorugkyns beygingu. Og ég sé það ekki sem galla að þetta minni á hvorugkyn, því ég held að þetta snúist útaf fyrir sig ekki um að fornafnið sé hvorugkyn heldur þetta orð það.“

Svona mun hán birtast nemendum Eiríks í kennsluefninu í beygingarfræði.
Svona mun hán birtast nemendum Eiríks í kennsluefninu í beygingarfræði.

Eiríkur segir hugsunina að á eftir hán fylgir lýsingarorð í hvorugkyni, þ.e. hán er gott, hán er fallegt, og svo framvegis, en fleirtölumynd þess sé þau; þau-um þau-frá þeim-til þeirra.

„Það í sjálfu sér er ekkert einsdæmi,“ segir Eiríkur, en þess ber að geta að í ummælum við Facebook-færslu hans hafa komið fram hugmyndir að öðrum og nýjum fleirtölumyndum.

„Í fyrsta lagi er þágufall og eignarfall fleirtölu eins hjá öllum þessum persónufornöfnum, sem sagt þeim og þeirra er karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn, þannig að þetta sker sig ekki úr þannig. Og svo er ekkert einsdæmi að orð nýti fleirtölu annars orðs, samanber það að til dæmis fleirtalan þeir og þær er fleirtala bæði af persónufornöfnunum hann og hún, og líka ábendingarfornöfnunum og .“

Líkt og áður segir verður tíminn að leiða í ljós hvort hán skýtur rótum í tungumálinu.

„Mér leist ekkert á hán þegar ég heyrði það fyrst. En það er með þetta eins og annað; maður þarf að venjast hlutunum. Maður þarf að venjast nýjum orðum og ég er alveg orðinn vanur þessu núna,“ segir Eiríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert