Jóhann sérstakur gestur Stockfish

Jóhann Jóhannsson verður sérstakur gestur Stockfish-hátíðarinnar í febrúar.
Jóhann Jóhannsson verður sérstakur gestur Stockfish-hátíðarinnar í febrúar. Photo: AFP

Íslenska tónskáldið Jóhann Jóhannsson verður sérstakur gestur Stockfish-kvikmyndahátíðarinnar árið 2016.

„Jóhann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndum, en hann hlaut m.a. Golden Globe-verðlaun árið 2015 fyrir tónlist sína í myndinni The Theory of Everything," segir í tilkynningu frá Stockfish. „Tilnefningar til annarra verðlauna hrannast inn og má þess geta að hann er bæði tilnefndur til Bafta-verðlauna og Óskarsverðlauna árið 2016 fyrir tónlist sína í myndinni Sicario."

Frétt mbl.is: Jóhann tilnefndur til Óskarsverðlauna

Stockfish-hátíðin verður haldin í Bíó Paradís í Reykjavík dagana 18. til 28. febrúar. Markmið hennar er að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert