Frost 0 til 10 stig

Hitaspá kl. 8 í fyrramálið.
Hitaspá kl. 8 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa spáir austlægri átt 5-13 m/s, hvassast syðst. Víða léttskýjað en skýjað og þurrt að mestu suðaustan- og austantil. Hægari vindur með morgninum og yfirleitt þurrt og bjart. Frost 0 til 10 stig en kaldara í innsveitum fyrir norðan og austan.

Á þriðjudag:
Suðaustan 5-13 m/s, hvassast suðvestantil. Þurrt og bjart víðast hvar. Frost 1 til 10 stig, en kaldara í innsveitum fyrir norðan og austan.

Á miðvikudag:
Suðaustan 8-13 m/s og þykknar upp á sunnanverðu landinu, heldur hvassara um kvöldið, slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur fyrir norðan, lengst af léttskýjað, en dregur úr frosti.

Á fimmtudag:
Ákveðin suðaustanátt og rigning eða slydda, en þurrt norðantil á landinu. Hiti 1 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan.

Á föstudag:
Suðlæg átt og rigning eða slydda víða um land og fremur milt, en vestlægari síðdegis, dálítil él vestantil, léttir til fyrir austan og kólnar.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt. Skúrir eða él, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti kringum frostmark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert