Hefur áfrýjað dómnum

Frá Debr­ecen. Mynd úr safni.
Frá Debr­ecen. Mynd úr safni. AFP

Íslensk kona á fer­tugs­aldri, sem var dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás í Ungverjalandi, hefur þegar áfrýjað dómnum. Þetta staðfestir Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur konunnar, í samtali við mbl.is.

Kon­an, sem var við lækn­is­nám í borg­inni Debr­ecen, var sökuð um að hafa byrlað vin­konu sinni svefn­lyf og barið hana í höfuðið með hamri. Lög­fræðing­ur kon­unn­ar hef­ur sagt að málsmeðferðin hafi öll verið hin und­ar­leg­asta.

At­vikið átti sér stað sum­arið 2012. Sam­kvæmt ákær­unni, sem lýst er í ung­versk­um miðlum, voru hin ákærða og fórn­ar­lambið góðar vin­kon­ur. Kvöld eitt hafi hin ákærða boðið vin­konu sinni, sem er frá Níg­er­íu, í mat. Þá hafi hún verið búin að setja svefn­lyf í mat vin­kon­unn­ar.

Að sögn Ingibjargar var dómurinn kveðinn upp á miðvikudaginn en skjólstæðingur hennar var ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert