Kosning stjórnar LIVE verði ógilt

Frá fyrri ársfund Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Frá fyrri ársfund Lífeyrissjóðs verslunarmanna mbl.is/Golli

Verulegir annmarkar voru á framkvæmd kosningar til stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LIVE) sem fram fór í vikunni. Þar af leiðandi er kosningin markleysa eða að minnsta kosti ógildanleg.

Þessu er haldið fram í bréfi sem Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður hefur sent stjórn VR, fyrir hönd Ástu Rutar Jónasdóttur, stjórnarformanns Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Bréfið var sent stjórn VR í gær og stílað á Ólafíu Rafnsdóttur, formann félagsins. Farið er fram á að kosningin verði endurtekin og fari fram í samræmi við þau lög og reglur sem um hana gilda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þettaí Morgunblaðinu í dag . Ásta Rut, sem verið hefur stjórnarformaður lífeyrissjóðsins undanfarin þrjú ár, fékk ekki kosningu í aðalstjórn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert