Brimborg fær lóð við Hádegismóa

Egill Jóhannsson segir þröngt um Brimborg á núverandi stað.
Egill Jóhannsson segir þröngt um Brimborg á núverandi stað. mbl.is/Styrmir Kári

Bílaumboðið Brimborg hefur fengið byggingarrétt á 14 þúsund fermetra lóð við Hádegismóa 7 í Reykjavík undir Volvo atvinnutækjasvið umboðsins.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir ástæðu flutningsins vera þá að þröngt sé nú orðið um starfsemina í núverandi húsnæði fyrirtækisins að Bíldshöfða 6 og 8.

„Önnur starfsemi, sem tengist bæði bílaleigunni og fólksbílahlutanum, þarf nú á því húsnæði að halda sem þar er, en Brimborg hefur þrefaldað veltu sína á undanförnum þremur árum,“ segir hann og bendir á að áðurnefnt atvinnutækjasvið sé einnig í miklum vexti um þessar mundir, en þar er búist við um 20% aukningu á þessu ári. „Þetta eru almennt stór tæki sem þurfa mikið athafnarými og um leið sérhæft húsnæði,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert