Austurvöllur mun breyta um svip

Gamla Landssímahúsið heldur sér en sótt hefur verið um leyfi …
Gamla Landssímahúsið heldur sér en sótt hefur verið um leyfi fyrir niðurrifi í Kirkjustræti. Mynd/THG arkitektar

Umhverfi Austurvallar mun breytast mikið með fyrirhugaðri uppbyggingu á svonefndum Landssímareit.

Þar mun rísa 160 herbergja glæsihótel Icelandair Hotels í nokkrum byggingum og er áformað að það verði opnað eftir um tvö ár, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Icelandair Hotels völdu THG arkitekta til að vinna lokahönnun að útliti bygginga á reitnum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig tvær hliðar reitsins munu líta út séð frá alþingishúsinu. Gamla Landssímahúsið heldur sér en sótt hefur verið um leyfi fyrir niðurrifi í Kirkjustræti og byggingu nýrra húsa á þeim hluta reitsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »