Getraunaröðin lækkar um eina krónu

Ástæða lækkunarinnar er sú að Íslenskar getraunir eiga í samstarfi …
Ástæða lækkunarinnar er sú að Íslenskar getraunir eiga í samstarfi við Svenska Spel – Sænsku getraunirnar um sölu á getraunaseðlum og kostar hver röð eina sænska krónu. mbl.is/Golli

Íslenskar getraunir hafa fengið samþykki hjá innanríkisráðuneytinu fyrir lækkun á verði hverrar raðar í getraunum (1X2) um eina krónu, úr 16 krónum í 15 krónur. Tekur lækkunin gildi mánudaginn 22. febrúar næstkomandi.

Lokað verður fyrir sölu getraunaseðla (1X2) kl. 13:00 á sunnudaginn 21. febrúar og opnað aftur kl. 09:00 á mánudaginn 22. febrúar.

Ástæða lækkunarinnar er sú að Íslenskar getraunir eiga í samstarfi við Svenska Spel – Sænsku getraunirnar um sölu á getraunaseðlum og kostar hver röð eina sænska krónu. Íslenskar getraunir verða að selja röðina á svipuðu verði og Svíar þar sem vinningsupphæðir eru reiknaðar út í sænskum krónum.

„Gengi sænsku krónunnar hefur lækkað undanfarið gagnvart íslenskri krónu og því hafa Íslenskar getraunir ákveðið að lækka verð á getraunaröðinni til samræmis,“ segir í frétt frá Íslenskum getraunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert