Fyrsti metanólbíllinn í Evrópu á Íslandi

Bíllinn við frumsýninguna á Grand Hótel í dag.
Bíllinn við frumsýninguna á Grand Hótel í dag. mbl.is/RAX

Fyrsti bíllinn sem gengur fyrir hreinu metanóli og fluttur hefur verið til Evrópu var frumsýndur í dag á alþjóðlegri ráðstefnu íslenska fyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI). Ráðstefnan stendur nú yfir í Grand Hótel en þar er fjallað um metanól sem eldsneyti fyrir samgöngur á sjó og landi.

Metanólbíllinn er framleiddur af kínverskum samstarfsaðila CRI, Geely Auto, og er fluttur inn af Brimborg. Verða nokkrir bílar prófaðir hér á landi á næstu manuðum en allir ganga þeir fyrir metanóli sem CRI framleiðir í verksmiðju sinni í Svartsengi á Suðurnesjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert