Pálsbær í Surtsey gerður upp

Valur Andersen, húsasmíðameistari í Vestmannaeyjum, fór fyrir vinnuflokki sem gerði …
Valur Andersen, húsasmíðameistari í Vestmannaeyjum, fór fyrir vinnuflokki sem gerði upp Pálsbæ II, einu bygginguna í Surtsey. ljósmynd/ Þórdís Vilhelmína Bragadóttir

Fríður flokkur skipaður smiði og aðstoðarmönnum frá Vestmannaeyjum hélt út í Surtsey í haust þegar fimmtíu ár voru liðin frá því að eyjan var friðlýst vegna vísindarannsókna er þar fara fram.

Tilgangur ferðarinnar var að sinna nauðsynlegu viðhaldi á Pálsbæ, einu byggingunni í eyjunni. Mannaferðir í Surtsey eru sjaldgæfar og sækja þurfti um fararleyfi fyrir leiðangrinum hjá Umverfisstofnun.

Surtseyjarfélagið hafði umsjón með framkvæmdunum og áætlar Borgþór Magnússon, stjórnarmaður í félaginu, að framkvæmdirnar hafi kostað um þrjár milljónir króna í heildina, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert