Lögmaður handtekinn í skýrslutöku

AFP

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á umfangsmiklu peningamisferli. Vísir greinir frá þessu.

Ólafur Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir í samtali við mbl.is að maðurinn hafi verið handtekinn á mánudaginn þegar hann kom til skýrslutöku sem verjandi annars manns sem handtekinn var í málinu. Var maðurinn í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins, en það eru sömu tímamörku og gæsluvarðhald annarra sakborninga í málinu nær til.

Samkvæmt heimildum mbl.is er maðurinn grunaður um saknæmt athæfi í tengslum við málið, en ekki er víst hvort um sé að ræða hlutdeild eða hylmingu í tengslum við meintan peningaþvott.

Öll fjögur eru íslenskir ríkisborgarar en ólíkt hinum þremur sem sitja í gæsluvarðhaldi á einn hinna fjögurra sem sæta gæsluvarðhaldi að baki langan sakaferil, bæði fyrir kynferðisbrot og fjársvik.

Líkt og fram kom á mbl.is á mánudag voru tveir karl­menn og ein kona úr­sk­urðuð í gæslu­varð­hald í eina viku vegna gruns um mis­ferli með pen­inga. Teng­ist málið pen­inga­þvætti auk mögu­legra annarra brota.

Rann­sókn máls­ins er enn al­veg opin, en heild­ar­um­fang brot­anna nem­ur ríf­lega 50 millj­ón­um króna. Ólaf­ur Hauks­son, héraðssak­sókn­ari, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is, en Vís­ir sagði fyrst frá mál­inu.

Ólaf­ur seg­ist lítið geta tjáð sig um málið að svo stöddu, en staðfest­ir að um ís­lenska rík­is­borg­ara sé að ræða. Þá sé málið með er­lenda teng­ingu og gæslu­varðhaldskraf­an hafi verið byggð á fleiri þátt­um en pen­ingaþvætti.

Seg­ir hann málið hafa komið upp í vik­unni eft­ir ábend­ingu frá fjár­mála­stofn­un og eft­ir grein­ing­ar­vinnu hjá embætt­inu hafi verið farið í hand­tök­ur.

Frétt Vísis í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert