Smásölugeirinn næstur

Næst verður smásalan tekin fyrir.
Næst verður smásalan tekin fyrir. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldar

„Þetta er hluti af evrópsku verkefni sem nefnist FoodIntegrity. Það varð til í kjölfar hrossakjötshneykslisins (þar sem hrossakjöt var selt undir því yfirskini að um annars konar kjöt væri að ræða). Þar er verið að skoða svik í alls kyns matvælaframleiðslukeðjum. En þar sem fiskur er ein af þeim matvælum sem svindlað er mest með, þá er m.a. lögð áhersla á hann.“

Þetta segir Jónas R. Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, í Morgunblaðinu í dag. Eins og fram kom í blaðinu í gær sýndu 30% þeirra 27 sýna sem starfsmenn MATÍS tóku á tíu veitingastöðum í Reykjavík að ekki var um að ræða þá fisktegund sem pöntuð hafði verið af matseðli.

Að sögn Jónasar hafa um 50 sýni, einnig utan Reykjavíkur, verið tekin og er stefnan að taka fleiri sýni víðar um landið. „Við munum taka fleiri sýni frekar en færri,“ segir Jónas, spurður um umfang rannsóknarinnar. Eingöngu er um að ræða fyrsta þátt rannsóknarinnar. Eftir að sýnatöku á veitingahúsum lýkur mun MATÍS snúa sér að sýnatöku hjá smásölum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert