Engin ákvörðun enn með áfrýjun

Frá Litla-Hrauni.
Frá Litla-Hrauni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Embætti ríkissaksóknara hefur enn ekki tekið afstöðu til þess hvort að sýknudómi Héraðsdóms Suðurlands í máli gegn handrukkurunum Annþóri Kristjáni Karlssyni og Bergi Birgissyni verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þeir voru sakaðir um að hafa valdið dauða samfanga síns á Litla-Hrauni árið 2012.

Héraðsdómur sýknaði Annþór og Börk af ákæru um stófellda líkamsárás sem hafi leitt til dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar í fangelsinu. Saksóknari hafði krafist tólf ára fangelsis yfir þeim. Dómurinn var kveðinn upp miðvikudaginn 23. mars. Áfrýja þarf dómnum innan fjögurra vikna og því hefur ákæruvaldið enn hálfan mánuð til að taka afstöðu til þess.

Í dómnum kemur fram að miklar líkur séu á að tvímenningarnir hafi einir getað hafa valdið dauða Sigurðar. Það hafi hins vegar ekki verið hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Því voru þeir sýknaðir af ákærunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert