Hlakkar til að verja ríkisstjórnina

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lauk ríkisráðsfundi rétt í þessu. Sigmundur var á Bessastöðum til að biðjast lausnar frá störfum forsætisráðherra. Á fyrri ríkisráðsfundinn dagsins var ríkisstjórn hans leyst upp.

Sigmundur sagðist ekki hafa neina sérstaka tilkynningu að veita viðstöddum fréttamönnum en að sagðist treysta því góða fólki sem inni sæti fyrir verkefnunum framundan.

„Aðalatriðið er að verkefnin klárist,“ sagði Sigmundur sem kvaðst treysta Sigurði fullkomlega fyrir starfi forsætisráðherra. Kvaðst hann sjálfur ætla að byrja á því að vera á þingi og verja ríkisstjórnina. Sagðist hann hlakka til að verja ríkisstjórnina fyrir vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar en næst ætlaði hann í frí með konu sinni og dóttur.

Sagðist hann vilja fara um allt land að hitta fólk og leggja línurnar, ræða stöðuna í samfélaginu. 

mbl.is