„Það var karl sem kenndi okkur!“

Andri Rafn Ottesen, kennaranemi.
Andri Rafn Ottesen, kennaranemi. mbl.is/Árni Sæberg

„Sú hugmynd að skrifa um þetta efni kviknaði þegar ég fór í mitt fyrsta vettvangsnám. Ég fékk að kenna á unglingastigi og þá gerist það að einn strákurinn spyr mig hvers vegna ég vilji vera kennari; ég sé karlmaður og geti svo hæglega unnið við eitthvað annað og betra,“ segir Andri Rafn Ottesen kennaranemi.

Andri skilaði nýlega BEd-ritgerð þar sem hann skoðaði upplifun karlkyns kennara af skólastarfinu. Honum þótti forvitnilegt að reyna að skilja hvers vegna ekki eru fleiri karlmenn í kennarastétt og hvað mætir þeim þegar komið er inn fyrir veggi skólans. Hann segir það áhyggjuefni hversu lítið karlmenn sækja í þetta starf og þó svo að konur og karlar geti sinnt kennslunni af jafn mikilli hæfni þá felist í því viss verðmæti að kennarastéttin sé ekki einsleit. „Kyn ætti í sjálfu sér ekki að hafa nein áhrif, en hefur það samt. Nemendahópurinn er fjölbreyttur, sem ég held að kalli á fjölbreyttan kennarahóp líka: að kennarar séu af báðum kynjum, á ólíkum aldri, með menntun í ólíkum sérgreinum, svo að hægt sé að ná betur til nemendanna.“

Eins og fjögurra laufa smárar

Í dag eru karlmenn tæplega 20% allra kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. „Á leikskólastigi eru karlmenn svo sjaldgæfir að það er eins og að finna fjögra laufa smára að finna karlkyns leikskólakennara. Í grunnskólunum er algengt að hlutfallið sé einn karl á móti hverjum tíu konum en kynjahlutföllin verða ögn jafnari þegar komið er upp á framhaldsskólastig,“ segir Andri. „Þessi mikli munur á skólastigunum tengist kannski því viðhorfi að á yngri stigum sé kennarinn meira í mótunar- og uppalendahlutverki, sem þykir síður hæfa karlmanni, á meðan á eldri stigum snýst starfið meira um að ná ákveðinni sérhæfingu í tiltekinni sérgrein og fræða frekar en að ala nemendurna upp.“

Lágt hlutfall karla þýðir að það getur gerst að sumir nemendur fara í gegnum allan leik- og grunnskólann án þess að sitja nokkurntíma kennslustund hjá karlkyns kennara. Í ritgerðinni vitnar Andri í viðtal sem hann tók við kennara sem hafði starfað við afleysingar og einmitt upplifað hvað sumir nemendurnir voru hissa að sjá karlmann í kennarasætinu. Hann heyrði á tal barnanna við skólaliða þar sem þau lýstu því alveg gáttuð: „Það var karl sem kenndi okkur!“

Samskiptin á öðrum nótum

Að börnin fái að njóta leiðsagnar karlmanns er eitthvað sem Andri segir að skipti máli fyrir bæði piltana og stúlkurnar. „Mér finnst að fljótlega upp úr fimmta bekk sé orðið æði mikilvægt fyrir nemendur að hafa aðgang að kennurum af báðum kynjum. Á þeim aldri er kynþroskinn farinn að láta á sér kræla, sjálfsmyndin að mótast og börnin byrjuð að pæla í nýjum hlutum. Strákunum hugsa ég að þyki, alveg sérstaklega, gott að eiga þess kost að ræða málin við karlkyns kennara og geta þá talað á öðrum forsendum en þeir myndu við kvenmann.“

Aftur ítrekar Andri að kynið hafi ekkert með getu kennarans að gera, en samskipti nemenda við kennara geti haft ólík blæbrigði eftir því af hvoru kyninu hann er. „Ég man t.d. eftir því frá gagnfræðiskólanámi mínu að samskiptin voru öðruvísi við karlkennarana. Það virtist vera auðveldara fyrir okkur strákana að tala við karlana, hvort sem það var vegna þess að þeir deildu svipuðum áhugamálum með okkur eða höfðu einfaldlega reynslu af því að ganga í gegnum það sem við vorum að glíma við sem táningspiltar.“

Ranghugmyndir um starfið

En þá vaknar spurningin: hvernig má fjölga karlmönnum í kennarastétt? Andri segir vandann margþættan. Launamálin eru þó það sem oft er nefnt fyrst sem ástæða þess að fáir karlar og velji að leggja fyrir sig kennarastarfið. Að sögn Andra á sú staðalmynd ekki lengur við að laun kennara séu afleit. „Samfélagið er búið að gefa stéttinni þennan stimpil og að sumu leyti geta kennarar sjálfum sér um kennt. Margir hafa þá sýn á kennarastéttina að hún sé stöðugt í verkföllum og eigi í miklu basli með að tryggja sér sanngjörn laun. Í dag er það svo að þó starfið gæti vissulega verið betur borgað, þá hafa kennarar það nokkuð fínt um þessar mundir og voru síðustu kjarasamningar mjög góðir.“

Andri nefnir einnig að kennarastarfið glími við ímyndarvanda vegna neikvæðs umtals sem kemur frá kennurunum sjálfum. „Mér finnst bera meira á því hjá kennurum en öðrum stéttum að fólk talar starfið niður. Það gerist alveg hjá öðrum stéttum, rétt eins og hjá kennurum, að sumir dagar eru erfiðari en aðrir, en hjá kennurunum virðist neikvæðnin oftar fá að koma upp á yfirborðið. Ég held að kennarar þurfi að taka sig á að þessu leyti og hrópa einum rómi hvað kennarastarfið er á margan hátt frábært.“

Innlent »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »

Stunguárás í Fjölsmiðjunni

14:32 Unglingspiltur var handtekinn vegna líkamsárásar en hann réðst með eggvopni á nema við Fjölsmiðjuna í Kópavogi í hádeginu. Lögreglan í Kópavogi segir málið í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Meira »

Ljóst að stjórnvöld þurfi að hafa aðkomu

14:00 Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara á mánudaginn í næstu viku í kjaraviðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hreyfing sé komin á málin. Meira »

Þegar þú ert boðaður þá mætir þú

13:52 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, er ósátt við að Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi kosið að senda frá sér yfirlýsingu í stað þess að mæta til fundar nefndarinnar í morgun. Meira »

Mega setja viðbótartryggingu vegna salmonellu

13:39 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimilaði í dag íslenskum stjórnvöldum að setja viðbótartryggingar á innflutning matvæla vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti. Með tryggingunni er þess krafist að tilteknum matvælum fylgi vottorð sem byggi á sérstökum salmonellurannsóknum. Meira »

Eldur í dúfnakofa

13:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt tveimur brunaútköllum í morgun. Í öðru tilvikinu var tilkynnt um eld í dúfnakofa í Reykjavík en eldurinn reyndist minni háttar. Meira »

Fyrsta beina leiguflugið til Grænhöfðaeyja

12:40 Fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja (e. Cabo Verde) fór í loftið fyrr í vikunni á vegum ferðaskrifstofunnar VITA. Fyrstu farþegarnir fengu rennblautar heiðursmóttökur frá slökkviliðinu eins og venjan er eftir jómfrúarflug. Meira »

Segist ekki vilja ræða ólöglegar upptökur

12:08 „Ég tel óforsvaranlegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætli að halda fund til að ræða ályktanir sem hún vill sýnilega draga af illa sundurklipptum hljóðupptökum af veitingastofuspjalli sem aflað var með refsiverðum aðferðum.“ Meira »

Var ekki beittur þrýstingi

11:58 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði aldrei lofað því að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, yrði skipaður sendiherra, og að það stæði ekki til að skipa hann í stöðuna. Meira »

Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma

11:50 Holtavörðuheiði verður lokuð í um tvær klukkustundir milli 13.30 og 15.30 þegar vöruflutningabíl verður komið aftur á veginn, en hann fór út af veginum og valt í gærkvöld. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Ber ekki ábyrgð á álagi fyrrverandi

11:34 Fjárnám sem gert hafði verið í fasteign konu vegna álags á vantalda skatta fyrrverandi sambúðarmanns hennar var í dag fellt úr gildi af Hæstarétti. Taldi rétturinn að þó fólkið hafi verið samskattað þegar skattarnir voru vangreiddir, þá nái álagið í formi refsikenndra viðurlaga ekki til konunnar. Meira »

Rafleiðni svipuð og þegar brúin fór

11:32 Reynir Ragnarsson hefur sinnt rafleiðnimælingum í Múlakvísl í 20 ár. Við mælingar í morgun mældist hún 300 míkrósímens á sentimetra, en venjuleg rafleiðni í ánni er í kringum 100. Rafleiðnin nú er svipuð og gerðist árið 2011 þegar brúin yfir Múlakvísl hrundi í hlaupinu 2011. Meira »

Borgarstjóri sendir samúðarkveðju

11:28 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent samúðarkveðju til Gdansk vegna morðsins á borgarstjóranum Pawel Adamowicz.   Meira »
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...