Erlend lán LÍN voru 20% umfram þörf

Á tímabili lánaði LÍN námsmönnum erlendis umfram þörf samkvæmt framfærslugrunni.
Á tímabili lánaði LÍN námsmönnum erlendis umfram þörf samkvæmt framfærslugrunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN), segir að þegar verið hafi verið að vinna úthlutunarreglur sjóðsins vegna skólaársins 2013-2014 á námslánum til nema í útlöndum hafi komið í ljós að framfærslugrunnurinn erlendis gæfi ekki rétta mynd af framfærslunni og því hafi verið ákveðið að hann skyldi endurskoðaður.

„Þá var framfærsla erlendis borin saman við sænska lánasjóðinn til þess að finna út hvað hann lánaði til framfærslu sinna námsmanna á erlendri grundu, en við berum okkur gjarnan saman við sænska sjóðinn,“ segir Hrafnhildur í samtali við Morgunblaðið í dag.

Í framhaldi af því hafi ráðgjafafyrirtækið Analytica verið fengið til þess að vinna skýrslu um framfærslu sem framfærslugrunnur LÍN fyrir námsmenn erlendis fyrir námsárið 2015-16 byggi á.

Að beiðni LÍN er grunnframfærsla sundurliðuð á húsnæðiskostnað annars vegar og mat, frístundir o.fl. hins vegar. Þá fylgir mat vegna bókakostnaðar,“ segir m.a. í inngangi skýrslu Analytica.

Hrafnhildur segir að stærsta skýringin á skekkjunni í framfærslugrunninum sé frá því árið 2009-2010 þegar grunnurinn hafi verið hækkaður um 20% yfir alla línuna, bæði hjá námsmönnum erlendis og á Íslandi. „Það var vegna verðlagsbreytinga hér innanlands sem grunnurinn var hækkaður, en verðlagsbreytingar hér á landi hafa ekki áhrif með sama hætti á framfærslugrunninn erlendis, vegna þess að sjóðurinn er að lána í erlendri mynt,“ segir Hrafnhildur.

„Hækkun framfærslugrunnsins erlendis umfram þörf var því um 20%, sem þýðir að sjóðurinn var að lána um 1,5 milljarða króna umfram þörf frá árunu 2009 þar til þessa námsárs,“ segir Hrafnhildur.

Hún segir að um 20% námsmanna skuldi tæplega 50% af útlánum sjóðsins. Hún tekur sem dæmi að ef námsmaður skuldi 12,5 milljónir króna endurheimti sjóðurinn ekki nema um 34% af láninu. Þetta endurspegli það að þeir sem taki hæstu námslánin fái hæstu styrkina frá ríkinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »