Aðgerðir gengu hratt og vel

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is/Eggert

Maður sem féll við eggjatínslu við Njarðvík í Borgarfirði eystra er á leið með sjúkrabíl til Egilsstaða þar sem hans bíður sjúkraflugvél. 40-50 björgunarsveitarmenn fóru af stað en var snúið við þegar maðurinn var kominn í skjól. Sveinn Halldór Oddsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Austurlandi sagði aðgerðina ganga vel. „Við komumst að honum af sjó á gúmmíbát, sóttum hann upp í fjöru og komum honum til byggða. Þetta gekk fljótt og vel.“

Eins og fram kom í tilkynningu Landsbjargar var maðurinn allan tímann með meðvitund en hann féll 20 metra í klettum. Hann var nokkuð slasaður og brotinn á höndum.

Fyrri frétt mbl.is: Féll um 20 metra í klettum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert