Féll um 20 metra í klettum

Borgarfjörður eystri. Mynd úr safni
Borgarfjörður eystri. Mynd úr safni mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út vegna manns sem féll í klettum við Njarðvík á Borgarfirði eystri. Var fallið um 20 m og er maðurinn nokkuð slasaður, brotinn á höndum en með meðvitund.

Björgunarsveitir eru komnar að manninum, verið er að hlú að honum og búa til flutnings. Reyna á að flytja hann í björgunarskip með gúmmíbát og þaðan til hafnar. Þar mun sjúkrabíll taka við honum og koma undir læknishendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert