Sköpunargleðin í hámarki í Biophiliu

Nemendur frá Dalskóla sýndu dansatriði sem var eins konar óður ...
Nemendur frá Dalskóla sýndu dansatriði sem var eins konar óður til Biophiliu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikið líf og fjör var í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, en þar fór fram uppskeruhátíð Biophiliu-menntaverkefnisins. Hátt í fjögur hundruð börn frá átta skólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum hafa tekið þátt í verkefninu, sem byggir á samnefndu listaverki og hugmyndafræði Bjarkar Guðmundsdóttur.

„Biophilia er stórmerkilegt verkefni – fyrir margra hluta sakir. Það er auðvitað mjög sérstakt að heimsfræg listakona skuli hafa áhuga á því að efla og styrkja menntun barna, og að hún skuli leggja sitt af mörkum eins og raun ber vitni,“ sagði Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, í opnunarræðu sinni á hátíðinni í dag.

Djarft að tengja tónlist og tækni

Sýningin verður opin um helgina, en þar er fagnað afrakstri þess frjóa starfs sem farið hefur fram í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Reykjavík í norrænu samstarfsverkefni um Biophiliu. Þátttakendur í verkefninu eru Austurbæjarskóli, Dalskóli, Frístundamiðstöðin Gufunesbær, Fossvogsskóli, leikskólinn Miðborg, leikskólinn Kvistaborg, Sæmundarskóli og Vogaskóli.

Með verkefninu er sköpunargáfan virkjuð sem kennslu- og rannsóknarverkfæri og tónlist, tækni og náttúruvísindi eru tengd saman á nýstárlegan hátt. Áhersla er lögð á að styrkja nemendur í sjálfstæðri hugsun og efla sjálfstraust þeirra með virkri þátttöku, tilraunum, leik og sköpun. Verkefnið er tilraun til þess að brjóta upp hefðbundið kennsluform með þverfaglegri nálgun og spjaldtölvum, þar sem jafnt kennarar sem nemendur kanna nýjar slóðir.

Sóley sagði það hafa verið djarft og hugrakkt af Björk að tengja tónlistina við tækni eins og hún gerði fyrir fimm árum, þegar ipadar og öpp voru alls ekki eitthvað sem allir þekktu. „En Björk er ekki bara frumkvöðull á sviði tónlistar og tækni – heldur sýnir hún aðdáunarvert örlæti með þessu framlagi sínu til barna í Reykjavík og um allan heim. Að hún skuli færa okkur listaverkið sitt til að leika okkur með það – læra af því og skapa gegnum það er dýrmætt og einstakt.“

Dansar, hljóðfæri úr reiðhjóli og risavaxinn kristall

Á uppskeruhátíðinni voru flutt fimm atriði, og var sköpunargleðin í hámarki. Nemendur frá Dalskóla sýndu dansatriði sem var eins konar óður til Biophiliu. Þá sýndu nemendur úr Fossvogsskóla brot úr stuttmynd sem þau gerðu, við góðar undirtektir viðstaddra. Leikskólinn Kvistaborg var einnig með atriði, en hann er fyrsti leikskólinn sem tekur þátt í verkefninu. Leikskólabörnin unnu með tunglið og sköpuðu sinn eigin himingeim.

Þá var einnig sýnd stuttmynd frá eldri nemendum í Dalskóla sem unnu með kristalla, og sköpuðu m.a. risavaxinn kristal sem hægt er að fara inn í. Miðborgarleikskólinn var einnig með atriði, en þau sungu þau lagið Góða Tungl eftir hljómsveitina Samaris. Að lokum sýndu ellefu nemendur úr 7. bekk í Fossvogsskóla hljóðfæri sem þau bjuggu til úr reiðhjóli.

Fullfær um að vinna með mjög flóknar hugmyndir á skapandi hátt

Biophilian hennar Bjarkar varð að menntaverkefni eftir að hún leitaði eftir samstarfi við Háskólafólk og kennara í Reykjavík um að þróa kennsluleiðbeiningar og verkefni úr hugmyndum sínum. Fyrstu tilraunirnar voru gerðar á smiðjum í Hörpu árið 2011 í samstarfi Háskólans og Reykjavíkurborgar. Smiðjurnar heppnuðust vel og leiddu til frekari vinnu – þar sem ákveðið var að þróa verkefnið áfram og nýta það við kennslu og nám í Reykjavík – og svo á öllum Norðurlöndunum í framhaldinu.

„Enda gerðist það árið 2014 – þegar Ísland var í formennsku fyrir Norrænu ráðherranefndina að mennta- og menningarmálaráðuneytið valdi Biophiliu til að verða eitt af sérstökum áhersluverkefnum næstu þrjú árin. Það þýddi að okkar íslenska Biophilia fór líka til borga á hinum Norðurlöndunum með sérstökum styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, undir styrkri stjórn menntamálaráðuneytisins. Við erum nú í þann mund að ljúka þriðja og síðasta árinu í því ferli – með þátttöku Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands – og þessi sýning er sett upp sérstaklega til að fleiri geti notið þeirra sköpunarverka sem hafa orðið til á tímabilinu,“ sagði Sóley.

Þá sagði hún að eins og sjá megi á verkum barnanna þá séu þau sýnt að þau eru fullfær um að læra mjög flókin viðfangsefni og vinna með mjög flóknar hugmyndir á skapandi hátt.

Í stýrihópi um verkefnið hafa setið þau Curver Thoroddsen fulltrúi Bjarkar Guðmundsdóttur, sem einnig er sýningarstjóri á sýningunni, Svava Pétursdóttir fyrir hönd menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Guðrún Bachmann kynningarstjóri vísindamiðlunar hjá Háskóla Íslands og Harpa Rut Hilmarsdóttir sem stýrir verkefninu í Reykjavík og er formaður stýrihóps. Biophilia-menntaverkefnið er samstarfsverkefni Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Norrænu ráðherranefndarinnar, Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur.

Biophilia from Mixtúra SFS Reykjavík on Vimeo.

mbl.is

Innlent »

Fjórmenningar með umboð til að slíta

Í gær, 22:15 Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa allir fengið umboð frá sínum félögum til þess að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Félögin munu funda með SA á morgun og í kjölfar þess fundar munu stéttarfélögin funda um hvort skuli boða til verkfalls. Meira »

Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum vegna sviksamlegrar háttsemi bílaleigunnar Procar. Þá þurfi það tryggja að eftirlit með akstursmælum sé fullnægjandi. Meira »

Kjarnorkustyrjöld í Selsferð

Í gær, 21:15 Uppákoman í Selsferðinni er einhver mesta lífsreynsla sem ég hef mætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vorum við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssögunnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

Í gær, 21:00 Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Vinna að niðurfellingu starfsleyfis

Í gær, 20:50 „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Hefur umboð til að slíta viðræðunum

Í gær, 19:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk nú síðdegis umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Íslendingafélag í 100 ár

Í gær, 19:40 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn verður 100 ára 1. mars nk. og verður tímamótanna minnst sérstaklega á hátíð félagsins 17. júní, að sögn Einars Arnalds Jónassonar, formanns þess. Meira »

Persónuafsláttur frystur í þrjú ár

Í gær, 19:25 Til stendur að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár þar til innleitt verður nýtt kerfi til þess að reikna út hver afslátturinn eigi að vera, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Þetta staðfestir fjármálaráðuneytið í samtali við mbl.is. Meira »

Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla

Í gær, 18:59 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt var um eld á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Engihjalla nú undir kvöld. Voru bílar sendir á staðinn frá öllum stöðvum en mikinn reyk lagði um stigaganginn. Meira »

Óska eftir vitnum að líkamsárás

Í gær, 18:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar nú eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á mótum Vegmúla og Suðurlandsbrautar í Reykjavík í hádeginu í dag, eða um kl. 12.50, en þar veittist karlmaður að ungri konu. Meira »

Móðir Nöru Walker óskar eftir náðun

Í gær, 18:37 Móðir ástralskrar konu sem var dæmd í Landsrétti fyrir að hafa bitið bút úr tungu eiginmanns síns hefur skrifað bréf til náðunarnefndar dómsmálaráðuneytisins þar sem hún óskar eftir því að dóttur sín verði náðuð. Meira »

Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep

Í gær, 18:00 „Við hefðum viljað sjá skattkerfinu beitt hressilega sem tekjujöfnunartæki og gerðum okkur væntingar um að það kæmi til skattalækkunar upp á um 15.000 krónur til ákveðinna hópa,“ segir Drífa Snædal, formaður ASÍ. Meira »

SGS og SA funda á ný á morgun

Í gær, 17:58 Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins (SA) og Starfsgreinasambandsins (SGS) sem hófst klukkan fjögur í dag er nú lokið. Þetta staðfestir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS, í samtali við mbl.is. Fram kom í umfjöllun mbl.is í hádeginu að SGS vildu fá betri svör frá SA á fundinum. Meira »

Henti barni út úr strætisvagni

Í gær, 17:15 „Sonur minn lenti í að myndavélin á símanum hans virkaði ekki og var að hringja í mig grátandi því vagnstjórinn ykkar henti honum út og sagði honum bara að labba.“ Þannig hefst Twitter-færsla hjá Jóhannesi Bjarnasyni en 11 ára syni hans var hent út úr strætisvagni í dag. Meira »

Varað við mikilli ölduhæð

Í gær, 17:10 Von er á óvenju mikilli ölduhæð vegna þeirrar djúpu lægðar sem nú nálgast landið. Við þessu varar Landhelgisgæslan og bendir sömuleiðis á að há sjávarstaða geti ásamt mikilli ölduhæð valdið usla, einkum sunnan- og vestanlands. Meira »

Barði konuna og henti inn í runna

Í gær, 17:00 „[Við] gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Svona lýsir Snorri Barón Jónsson árás sem hann varð vitni að í hádeginu. Meira »

Auður með átta tilnefningar

Í gær, 16:45 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 hafa verið kynntar og hlaut Auður flestar eða alls átta. Fast á hæla honum kom Valdimar með sjö tilnefningar, GDRN með sex, Jónas Sig með fimm og Sunna Gunnlaugs og Víkingur Heiðar Ólafsson með fjórar hvort. Verðlaunin verða afhent 13. mars. Meira »

„Mun marka líf brotaþola það sem eftir“

Í gær, 16:10 Þegar myndbönd af árás ákærðu og félaga þeirra á brotaþola eru skoðuð þá sést að ákærðu, ekki síst ákærði Artur, gengur fram af mikilli heift. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms en Art­ur Pawel Wisock var í dag dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás á dyra­vörð á skemmti­staðnum Shooters í ág­úst í fyrra. Meira »

Óvenju há sjávarstaða

Í gær, 15:57 Landhelgisgæslan hefur vakið athygli á óvenju hárri sjávarstöðu í dag og næstu daga, en stórstreymt er þessa dagana.  Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 1200.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...