Snýst um frelsi og réttindi fólks

„Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir ...
„Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Ef foreldrar ætla að nefna eða skíra barn sitt nafni sem beinlínis er niðurlægjandi er vandamálið stærra og meira en nafngjöfin.“ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ný mannanafnalöggjöf snýst um frelsi og réttindi fólks og að takmarka þær reglur sem hið opinbera setur. Treysta þarf fólki til þess að gefa börnum sínum og sjálfu sér nöfn. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, en í vikunni kynnti ráðherra drög að nýju frumvarpi um mannanöfn. Í drögunum eru lagðar fram róttækar breytingar á löggjöfinni sem fela m.a. í sér að mannanafnanefnd verði lögð niður.

Fyrri frétt mbl.is: Róttækar breytingar á mannanafnalöggjöf

„Einhverjum kann að þykja þetta lítið mál en það er þó þannig að allir hafa á því skoðun,“ segir Þórdís í samtali við mbl.is og bætir við að þetta sé auðvitað mikið mál fyrir þá sem hafa fengið höfnun frá nefndinni, sem vinni samkvæmt gildandi lögum.

Hún segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra vilja sjá miklu meira frelsi í löggjöfinni og að fólki verið treyst til að velja nöfn á börnin sín sjálf eða skipta um nafn óski það eftir því.

Í drögunum sem birt voru í vikunni er í raun lagt til að mannanafnalöggjöfin eins og hún er núna verði lögð niður. Þá myndu ákvæði sem snúa að ýmsum tæknilegum atriðum verra færð inn í lög um þjóðskrá og almannaskráningu. Þórdís segir aðdragandann nokkuð langan en fyrir ári var farið í það að kanna viðhorf almennings til löggjafarinnar. Hún segir skýrt að þetta sé frelsismál fyrir marga.

Drögin voru unnin hér í ráðuneytinu af sérfræðingum, í samráði við ráðherra og aðstoðarmenn. Þá var frumvarp Óttars Proppé og fleiri haft til hliðsjónar. Það frumvarp fór til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Nefndin lagði áherslu á að nauðsynlegt væri að breyta gildandi lögum um mannanöfn. Skoðun nefndarmanna var að við heildarendurskoðun laganna skyldi hafa að leiðarljósi rétt hvers manns til nafns sem njóti verndar skv. 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og að sá réttur verði aðeins takmarkaður með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn beri til vegna réttinda annarra. Varð það niðurstaða allsherjar- og menntamálanefndar að leggja til að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar.“

Ekki endanleg ákvörðun

„Ólöfu fannst mikilvægt að birta drögin og hvetja til umræðu og óska eftir umsögnum og athugasemdum. Þetta eru drög til umræðu, í þessu felst ekki endanleg pólitísk ákvörðun um að þetta verði svona. Þetta er mál sem allir hafa skoðun á og svo erum sumir sem hafa til dæmis áhyggjur af nafnahefð og íslenskri tungu. Þess vegna vill Ólöf halda umræðunni áfram,“ segir Þórdís. 

Segir hún mjög litlar skorður settar í drögunum og þarf að treysta því að fólk nefni eða skíri börnin sín ekki nöfnum sem geta verið skaðleg fyrir þau. „Við erum með barnalög og í fyrstu grein þeirra segir að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Ef foreldrar ætla að nefna eða skíra barn sitt nafni sem beinlínis er niðurlægjandi er vandamálið stærra og meira en nafngjöfin.“

Takmarkanir í nafnagjöfum í drögunum eru m.a. þær að fólki sé skylt að tilkynna þjóðskrá um nafn innan sex mánaða frá fæðingu barns. Þá þarf að gefa upp eitt eiginnafn og eitt kenninafn, nöfn þurfa að vera rituð með bókstöfum íslenska stafrófsins, vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn af íslenskum uppruna skal það falla að íslensku beygingarkerfi en það er ekki skilyrði ef um viðurkennt erlent nafn er að ræða. Uppfylli nöfn ekki skilyrðin ber Þjóðskrá Íslands að hafna skráningu

Þórdís Kolbrún er aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún er aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Þórdís segir það skoðun margra að mannanafnalöggjöfin hér á landi sé barn síns tíma. Við búum við breyttan veruleika t.d. með fjölgun útlendinga hér á landi, fjölbreyttari nöfnum með fjölbreyttari skírskotun og aukningu meðal þeirra sem fara í kynleiðréttingu eða vilja ekki vera skilgreindir sem ákveðið kyn.

Þórdís segir að við undirbúningsvinnuna hafi það verið skoðað hvernig þessum málum er háttað á Norðurlöndunum og á flestum stöðum eru einhvers konar skorður settar, hvort sem það sé með sérstakri nefnd eins og hér eða með öðrum leiðum. Leggur hún þó áherslu að ekki sé hægt að amast út í mannanafnanefnd þar sem hún vinnur aðeins eftir þeim lögum sem Alþingi setur.

Umsagnafrestur um drögin að frumvarpinu er til 1. ágúst og vonast ráðherra eftir að sem flestir skili umsögnum og athugasemdum, að sögn Þórdísar, sem segir markmið ráðherra vera að þróa málið áfram.

„Þetta snýst bæði um réttindi og frelsi fólks en einnig að takmarka þær reglur sem hið opinbera setur. Hagsmunir hins opinbera af því að banna nöfn eru ekki ríkari en frelsi hvers og eins til þess að ráða sínu nafni.“

mbl.is

Innlent »

Bragi næsti stórmeistari í skák

18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Hjálmar leiðir lista sjálfstæðismanna í Grindavík

07:05 Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Grindavík, mun áfram leiða flokkinn fyrir komandi sveitastjórnarkosningar, en prófkjör fór fram hjá flokknum í gær. Sjö voru í framboði og 208 tóku þátt í kjörinu. Meira »
Eyjasól sumarhús, lausar helgar..
Dagar í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stutt að Geysi, Gullfo...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
 
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...