Bifhjólamaðurinn sem lést

Maðurinn sem lést í árekstri bifhjóls og vörubifreiðar á Reykjanesbraut í gær hét Jóhannes Hilmar Jóhannesson, til heimilis að Sóltúni 2 í Garði. Hann var 34 ára gamall, fæddur árið 1982. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn.

Til­kynnt var um um­ferðarslys á mót­um Reykja­nes­braut­ar og Hafna­veg­ar í Reykja­nes­bæ til lög­reglu klukk­an 7.09 í gærmorg­un. Bif­hjól­inu hafði verið ekið suður Reykja­nes­braut og vöru­bif­reiðin var á leið af Hafna­vegi norður Reykja­nes­braut þegar slysið varð. Jóhannes Hilmar var úrskurðaður látinn á slysstað.

Frétt mbl.is: Ökumaður bifhjólsins lést

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert